Eimreiðin - 01.10.1931, Qupperneq 38
350
UM BYGGINGU ST]ARNANNA
eimreiðin
á þyngra lofti, heitt á köldu, eða þegar yfirleitt tveir loft-
straumar snertast, myndast sveipar í snertifletinum. Verður
þá misþrýstingur í og utan sveipanna. Vatnsgufan í loftinu,
ef nóg er, þéttist þá í háþrýstingu, og koma þá fram þau
skýjaform, er minst var á. A sólunni gerist eitthvað áþekt.
Lofttegundirnar kólna yzt og sökkva í þeim heitari. Vztu
hlutar sólarinnar og allra hluta, fastra, fljótandi eða Ioftkendra,
er snúist hafa lengri tíma um sama möndul, fara hraðara en
partar, er nær liggja möndlinum. Þegar nú loftið streymir inn
á við, nær möndlinum, heldur það hraða sínum, og rennur
því á innri loftlögum samsíða yfirborðinu í snúningsáttina.
Við það myndast sveipar, áþekkir lopa, og þegar þeir reka
trjónuna upp á yfirborðið, eru þeir skírðir sólblettir. Það má,
með vissum verkfærum, sjá sveiplínurnar út frá blettunum.
Er rafmagnaðar loftagnir sogast inn í hringiðuna, verður til
segulmagn um og í blettunum. Það hefur sín áhrif á ljósiðr
er frá þeim kemur, og má mæla þau áhrif og fylgjast með
breytingum mjög nákvæmlega. Flesta eiginleika blettanna ma
skýra og skilja. Þó ekki þann, að þeir gera mest vart við siS
á ellefu ára millibili. Það er óráðin gáta. Bent hefur verið a
í þessu sambandi, að umferðartími Júpíters er rúm 11 ár-
En, sem sagt, það vantar algerlega fullnægjandi skýringu-
Vel má vera, að einskonar gerjun eða umbrot eigi sér stað
í iðrum stjörnunnar. Hvað mundi mönnum detta í hug
skýringar, ef eldgos væru tíðust 11. hvert ár? Sízt það, að
þetta væru dutlungar úr eldfjöllunum. Hitt Iægi nær að halda,
að orsökin lægi í iðrum jarðarinnar. Menn mundu reyna að
komast á snoðir um ásigkomulagið þar innra, ef skýringuna
væri að finna á þann hátt. Á sama hátt hafa menn spurL
Er ekki hægt að skýra fyrirbrigðin á yfirborði sólar, ef vitað
er um líðan iðranna? Eru fyrirbrigðin ekki »útbrot«, er stafa
frá innri »sjúkdómum«? Víst er þessi hugmynd ekki úr veg>>
og vel þess verð, að vera veitt eftirtekt. En hvernig getum
við fræðst um iður sólarinnar? Ekki erum við eins vel seitif
og læknarnir, eða hvernig ættum við að kryfja sólina, eða
lýsa í gegnum hana með Röntgen-geislum ? Menn byrjupu
því þannig á þessum rannsóknum, að þeir gerðu sér ein-
hverjar hugmyndir, gátu sér einhvers til um ástandið til reynslu.