Eimreiðin - 01.10.1931, Page 96
408
KREUTZER-SÓNATAN
EIMREIÐIN
það, sem gefur lífi mínu gildi, er gerólíkt því, sem gefur yðar
lífi gildi, þá hlýtur þessi innri mismunur að birtast í ytri fram-
komu, og hún einnig að verða gerólík. En lítum nú á þessar
veslings fyrirlitnu og ógæfusömu mannverur og berum þaar
saman við konur af æðri stigum. Við sjáum sama skrautið,
sama sniðið, sömu ilmsmyrslin, sömu þörfina til að sýna sig
með bera handleggi, axlir, háls og brjóst, sömu tilhneiginguna
til að láta líkamsvöxtinn koma sem bezt í ljós, sömu áfergj-
una í dýra steina, skrautgripi, glingur og glys, sömu löngun-
ina í skemtanir, danz, hljómlist, söng. Þær nota sér allar
sömu tálbeiturnar eins og hinar. A því er ekki minsti munur.
— Strangt til tekið mætti segja, að opinberar skækjur, sem
daglega ganga kaupum og sölum, hljóti venjulega fyrirlitningu
að launum, en hinar, sem binda sig til langs tíma, njóta að
jafnaði virðingar í þjóðfélaginu.
VII.
Þannig atvikaðist það, að ég lét heillast af lokkunum °8
þessum kjóltreyjum, með öllu útflúrinu. Auðvitað var ld'“
vandi að veiða mig, með þann feril, sem ég hafði að baku
Ungir menn eru blátt áfram aldir upp til þess að verða ást-
fangnir. Menn rækta upp í þeim ástarbrunann, eins og menu
rækta agúrkur í vermireitum. Þeir eru látnir offylla sig ^
allskonar krydduðum mat og reyna sem minst á sig líkamleg3-
Alt þetta ofát og aðgerðarleysi er ekki til annars en að msa
upp í mönnum kynhvötina.
Þér eruð éf til vill hissa á því, sem ég hef nú sagt, en
satt er það eigi að síður. Ég má skammast mín fyrir að koma
ekki auga á það fyr en nú nýlega, en þess vegna tekur Þa^
mig líka sárara að sjá, hve miklir fávitar menn eru yfirleitt i
þessum efnum, Það tekur á mann að hlusta á aðra eins vit'
leysu eins og konan fór með, sem sat hérna áðan.
Nú skal ég skýra þetta nánar, háttvirti herra! Á vorl”
unnu margir bændur að því að leggja járnbraut í grend vi
búgarð minn. Dagleg fæða bændanna er venjulega braU ;
rúgmjölsgrautur og laukur. Á þessu lifa þeir og eru bm^1
nógu hraustir og úthaldsgóðir til þess að vinna sína útvinnu
vel og kappsamlega. Við járnbrautarlagningu fá bændurnn-