Eimreiðin - 01.07.1932, Page 145
eimreiðin
Kraftur lífsins.
Kauptúnið heitir Vík og stendur á eyri inst í firðinum. En
bærinn Vík er utar með firðinum í vík einni, stór og vel
hýstur bær. A milli bæjarins og kauptúnsins er háls, kjarri
vaxinn, hæðir og hólar, klettar og smágil, um hálftíma hæg
reið á milli bæja. Er þar fagurt um að litast á björtum og
heiðum vormorgni, eins og þeim, þá er þessi saga gerðist.
]ón gamli, bóndinn í Vík, og ég vorum á heimleið frá Vík
inn í kaupstaðinn þennan morgun. Eg var læknir þar þá, og
Jón hafði rifið mig upp um miðja nótt. Það var kerling um
eða yfir áttrætt, sem lá þar í lungnabólgu.
»Er nokkuð hægt að gera fyrir kerlingar angann ?« spurði
Jón mig. Klárarnir okkar töltu hlið við hlið inn göturnar.
»Eg held nú tæplega að hún lifi þetta af«, sagði ég, »en
sjálfsagt er hægt að láta hana fá eitthvað sem róar hana«.
»Það er annars undarlegt með hana, aumingjann þann
arna«, sagði Jón, »hvað hún hangir fast við þetta vesæla líf«.
»Ojá«, sagði ég, »það virðist vera það. — Henni líður víst
ekki illa hjá þér«.
Jón þagði stundarkorn.
»Hún er nú búin að vera hjá okkur um fimtíu ár, fyrst
hjá föður mínum sáluga og svo mér«, sagði Jón. Svo hló
hann dálítið við og mælti: »Það er annars nokkuð einkenni-
leg saga, sem ég get sagt þér um hana. Vegurinn er svo
Qrýttur hér á kafla, að við getum hvort sem er ekki riðið
nema fót fyrir fót.
Það eru nú, eða réttara sagt, voru í vor fimtíu ár síðan
betta gerðist, sem ég ætla að segja þér frá. Eg var þá á tví-
tugasta árinu, faðir minn bjó í Vík. Bíðum við«, hann sneri
bestinum við, »jú, við sjáum það enn. Þarna út með víkinni,
hinu megin framarlega, sérðu grænan blett. Þar stóð þá kot,
sem löngu er komið í eyði, ég bætti því við jörðina. Sæunn
9amla, kerlingin sem ég sótti þig til, bjó þá í þessu koti með
^anni sínum og tveim börnum. Þau munu hafa verið 10 og