Eimreiðin - 01.01.1933, Blaðsíða 69
EIMREIÐIN
ORKUGJAFAR OG ORKUVAKAR
49
reytt sér í bing til að gera hjónasængina mýkri, og hún komst
^iótt upp á að mjólka kúna, og þótti kussu það gott. Seinast
kom kisa, þótt lengi væri hún treg og tortryggin. Það var
^lólkin úr kúnni, sem freistaði hennar.
Þessi stutta saga Kiplings mun þó ekki hafa skeð í einu
yetfangi, heldur á afar-löngum tíma, en aðkoma húsdýranna
lnn til mannheima er hugnæmur kafli og örlagaríkur.
^ýrin varð blátt áfram „fóstra mannkynsins'1 (eins og
Halldór á Hvanneyri kemst að orði). Og arðuruxinn lagði til
°maelandi kraft við plóg og kerru. En hestur og hundur gerðu
mÖnnum veiðifarirnar að yndislegum sport-ferðum. Kisa varð
hrein heimilisprýði og lék sér við krakkana og þau við hana,
en auk þess eyddi hún músum og rottum og færði húsbænd-
unum margan fuglinn í matinn, sem annars var »sýnd en
ekki gefin gæs«. Þannig hjálpuðust alidýrin að í því að spara
mönnum erfiði og ónæði gegnum árþúsundir, með því að
*e9gja fram orku sína og afl til framleiðslu ómælilegra
verðmæta.
f’að væri ennfremur, út af fyrir sig, efni í Iangan kapítula
ay rekja alt hið andlega verðmæti, sem manninum barst í
búið með sambúðinni við dýrin. Hann gat tekið sér til fyrir-
mYndar reglusemi þeirra, rósemi, móðurást og nærgætni, trygð
°9 kærleika. Þau voru honum allajafna til ábata, ánægju og
skemtunar. Ekki sízt varð hundurinn einkavinur í ýmsum þraut-
um, öruggur samherji og árvakur vörður heimilisins og hjarðar-
lnnar. Og með sinni tröllatrygð hefur hann í aldanna rás kent
manninum óeigingirni, trygð og trúmensku, líklega betur en
n°kkur trúboði.
En alidýrin, einkum naut og sauðir, lögðu fram að auki
esogjanlegt orkugildi í öllu sínu kjöti, mör og merg og mjólk,
pvi *matur er mannsins megin*.
^rá alda öðli hefur því verið trúað, að maðurinn gæti
en9ið afl og fjör og grimd dýra þeirra, er hann át — ekki
Slzt með því að drekka úr þeim blóðið, eða eta viss innýfli
, °r- Þegar Reginn lætur Sigurð Fáfnisbana steikja sér hjartað
Ur orminum til matar). »Spakr þætti mér spillir bauga, ef fjörs
Se9a fránan æti« segir igðan í trénu. (Jpp úr þessari fornu trú
spanst seinna trúin hjá töframönnum og læknum fornmanna,
4