Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1933, Síða 124

Eimreiðin - 01.07.1933, Síða 124
EIMREIÐIN Davíð Stefánsson frá Fagraskógi: í BVGÐUM — livæði — Ak. 1933 (Þorst. M. Jónsson). Það eru nú senn fimtán ár síðan fyrsta ljóðabók Davíðs Stefánssonar, Svartar fjaðrir, kom út. En þessi fyrstu kvæði hans gerðu hann þá þegar þjóðkunnan og vinsælan, einkum meðal yngri kynslóðarinnar. Þjóðkunnur varð Davíð fyrst og fremst af því, að hann orti ekki eins og fjöldinn, hana skar sig úr, kvað létt og lipurt, en hirti lftt um hefðbundin form og hafði það til að brjóta bragreglur, svo eldri mönnum þótti nóg um. Síðan árið 1919, að Svartar fjaðrir komu út, hefur Davlð haldið áfram að yrkja og bætt við sig fjölda góðra kvæða, enda hafa honum stöðugt aukist vinsældir, og eru enn engin merki þess, að úr þeim vinsældum dragi. Ef nefna ætti nokkur atriði, er gert hafa kvæði Davíðs svo vinsæl meðal íslenzkrar alþýðu sem raun ber vitm um, mundi ég nefna hina kliðmjúku hrynjandi, sem gerir kvæði hans mörg svo vel löguð til söngs, enda nokkur vinsælustu lögin um þessar mundir ort við kvæði eftir hann, ennfremur hina innfjálgu tilbeiðslu hans á íslenzkri náttúru og heimahögum, þrá hans eftir einveru íslenzkra afdala, sem oft verður að leit eftir hinu fjarræna, ólýsanlega og ókann- aða, en þessi þrá út í fjarskann er einmitt einkenni á meiri hluta þeirra, sem þetta Iand byggja og yfirleitt rík í eðli alls hins norræna kynstofns- „Eg vil fara . . . fara eitthvað langt, Iangt í burt, svo enginn geti að mér sótt, enginn til mín spurt, engin frétt, engin saga eyrum mínum náö. Eg vil aldrei troða akur, sem aðrir hafa sáð“. Þetta þvermóðskulega kall hins einræna, sjálfstæða skapmanns kemur hvað eftir annað fyrir með margvíslegum breytileik í kvæðum Davíðs- Hann birtist oft sem veiklyndur, breyskur maður, en í allri sinni ósveigi' anlegu sjálfshyggju forðast hann að kasta syndum sínum yfir á aðra. Hann heldur fast í þá lausn, að hinstu rökin séu í eigin barmi, og hann leitar einverunnar til þess að geta leitað að sjálfum sér: „Ég vil þangað, sem ég heyri minn eigin andardrátt, og alt er undrum vafið og æfintýrablátt . . . og ég get insta eðli mitt eitt til vegar spurt. — Eg vil fara . . . fara eitthvað langt, langt í burt“. Fremst þessara nýútkomnu Ijóða, sem hlotið hafa heitið / bygðuni, er alþingishátíðar-kvæði það, sem flutt var á Þingvöllum 1930 og 1-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.