Alþýðublaðið - 08.06.1923, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 08.06.1923, Blaðsíða 2
s ALÞYÐUBLAÐI& Síldveiðin og kaup- gjaldiD. Hvers má vœnta? í Alþýðublaðinu í gær er sagt írá því, að norðlenzkir útgerðar- menn viiji lækka kaup síldar- kvenná, þótt vitanlegt sé öllum heilskygnum mönnum, að dýrtið fer óðum vaxandi bæði vegna verðfalls íslenzku krónunnar, og svo er ánnað Ititt, að ýmsar vöru- tegundir hafa hækkað erlendis. Hvað boðar nú álíka áðferð og þessi? Kúgun á atvinnulausu fólki, eða er ekki svo? Hverjir munu svo verða næstir í röðinni? Verkámenn sennilega og hinir þriðju og síðustu sjó- mennirnir. Þá er mælirinn fullur. Hvernig gezt mönnum að á að líta? Kaup kvenna, verka- manna og sjómanna lækki um 25%, en vörur hækki um 10% eða meira. Samkvæmt fyrirætl- unum norðlenzkra síldarútgerð- armánna verður útkoman þessi, sem lýst hefir verið. En sleppum öllum þeirra kaup- lækkunár-fyrirætlunum, því að þær komast aldrei í framkvæmd, en athugum heldur hitt, hvort nokkur ástæða er fyrir þeim önnur en þessi venjulega hátt- loíaða fórnfýsi þeirra og um- hyggja fyrir hinum vinhandi lýð (!) Sfldarverðið er enn þá á huldu, eins og vánt er um þenna tíma, en margt bendir tii, að það verði ekki lakara en í fyrra, ef miðað er við betra verðið, sem þá fékst. — Útgerðarkostnaður hefir ekki aukist. Steinolía er ódýrari en í fyrra, salt og tunn- ur sennilega í Ifku verði. 1 einu orði sagt: A!t, er til útgerðar þarf, verður til jafnaðar engu dýrara en í fyrra. En aftur á móti er verð á saltaðri sild engu óvænlegra nú en þá. Hvað getur þá réttfætt kaup- ' Iækkunarhugmynd útgerðar- manná nema þeirra eigin van hugsuð ásælni að fylla upp í gömlu glompurnar og plokka það af striti fólksins, sem vinnur ? En þess má vænta, að kaup- Iækkunarkrafan komi til verka- Smásöluverö á t ú b a k i má ekki vera kærra en hér seglr: Tindlar: Cervantes 50 stk. kassi á kr. 24.00 Poptaga > — —- > — 23.75 Amistad > — — > — 23.75 Phönix > _ _ > __ 21.00 Crown > — — > — 20.75 Utan Reykjavíkur má verðið vera því hærra, sem nemur flutnings- kostnaði frá Reykjavfk til sölustaðar, þó ekki yfir 2 %. Landsverzlun. m N tí m ps m a m p m I m É m M M tí m m m m V Aætlunarferöir austur yfir fjall hvern mánudag og fimtu- dag að Olfusá, Þjórsá, Ægissíðu, Garðs- auka og Fljótshlíð kl. 10 árdegis. — Og hvern þriðjudag og föstudág að Ölfusá, Þjórsá og Húsatóftum á Skeiðum kl. 10 árd. Fargjöld til endastöðvannh: Garðsauka ix kr. og Húsatófta á Skeiðum 9 kr. Smápakkasendingar teknar á viðkomu- staðina fyrir sanngjarnt verð. Nýja bifreiðastöðin. W* Sími 1529. Zofonfas Baldvinsson. 1 m i m m I tí N tí 1 tí m manna og sjómanná nú þessa næstu daga, jafnvel áður en út séð er um, hvort þeir geta komið kvenfólkinu á kné. Verum því ö!I á verði, verkakonur, verka- menn og sjómenn i IVlunum, hvað goldið var í fyrra við síldarvtnnu á sjó og landil Stöndum sem einn um þá kauptaxtal 6. A. 0.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.