Eimreiðin - 01.04.1937, Síða 22
142
GEGGJAÐ FÓLK
EIMREIÐIN
um ekki eitt orð af rausinu hvort í öðru. — En ástarorð
hennar lærði ég, og hún mín, og okkur fanst báðum þau vera
falleg á hinu ókunna máli. — Eg kann þau öll enn þá. —
Svo þegar leið að liausti komum við einu sinni í sveit,
þar sem alt fólkið var veilct af landfarsótt. -— Við flýttum
okkur burt, þegar við urðum þess vís, og vorum um nóttina
á auðri heiði með smátjörnum.
Það kvöld var sorghljólt og kyrt. Stúlkan mín söng lágt
nokkra al' fegurstu söngvunum sínum, og við vorum dálítið
myrkfælin, en mjög liamingjusöm.
Morguninn eftir vorum við bæði veik, gátum ekki gengið.
Við urðum að halda kyrru fyrir, þó við værum hér um bil
matarlaus, en okkur gerði það lítið til, því hitasóttin svifti
okkur matarlyst. — Við vorum þarna á lieiðinni í þrjá sólar-
hringa, og allan þann tíma sáum við ekki nokkurn mann.
Við vorum mjög veik og okkur var kalt á nóttunni. — Fjórða
daginn fór maður fram hjá, stórvaxinn bóndi, með magurt,
sorgmætt andlit. Hann fann mig sitja dauðveikan yfir stúlli-
unni minni. Ég hélt hún svæfi, en þegar við gæltuin betur að,
var liún dáin. — Bóndinn bjó til einskonar skóflu úr trjá-
grein og gróf með lienni djúpa gröf. Ég lijálpaði honum til
að reisa tvo hellusteina eins og þak yfir gröfina. Svo reikaði
ég með honum til næstu mannabústaða.
Eg man ekki mikið eftir næstu vikum. — tig lá í liáhni
í bóndavagni, sem ók eftir endalausum vegum urn pestherjað
land. Svo komum við Lil hafnarbæjar, þar sem konsúlatið
tók mig til sín og annaðist um, að hinn glataði sonur væi'i
sendur heim. — Mánuði síðar gekk ég eftir snjóþöktum göt-
um, með skólabækurnar mínar undir hendinni, eins og áður
en ég strauk. — En ég var orðinn allur annar maður. Nú
var ég fullorðinn og reyndur. Guð hafði snert mig með íing1'1
sínum, og ég var ekki ungur lengur.
Ég tók prófin mín, eins og góður borgarasonur. Eg um-
gekst menn og leitaði, eins og þeir, að hinu sjaldgæfa og
dýrmæta, sem er kallað hamingja. En ég gat ekki, eins og
llestir aðrir, látið mér nægja hið næst-bezta, þegar það bezta
varð ekki fengið. Ég gat ekki geíist upp, ekki látið undan,
og það ætlaði síðast að fara með mig. Ég fór á taugahæh