Eimreiðin - 01.04.1937, Síða 26
146
ÞÆTTIR AF EINARI H. KVARAN
EIMREIÐIS
Jón læknir Jónsson segir af honum í Óðni 1932 (28. ár, bls.
58—60), eigi aðeins liöfðingsskap hans í héraði, heldur einnig
örlyndi hans, samvizkusemi og réttsýni. Það var siður lians,
eins og fleiri góðra presta, að taka unglinga og kenna þeim
undir skóla; hefur Sigurður Nordal, sem var einn nemanda
lians, minst þessarar kenslu með þakklæti á hundrað ára afinæli
lians.1) Heyrt hef ég, að hann hafi ósjaldan setið í vefstólnuin
og oíið á meðan hann kendi piltunum. Sýnir það starfselju
hans, eigi síður en latínska orðabókin, er hann tók saman
á síðustu árum sínum; hún er nú í fórum Tryggva sonar hans.
Sjálfur hefur Einar rist þeim l'oreldrum sínum fagra
minnisrún í kvæði því, er hann orti lil stjúpu sinnar, Bjargar
Einarsdóttur, þegar hún giftist föður lians 1885. Kvæðið er
merkilegur vottur um hug Einars til foreldrahúsanna og
áhrif þau, sem hann verður þar fyrir. Hann virðist hafa
verið uppáhald móður sinnar, og einhversstaðar segist hann
hafa átt liágt með að sofna, nema hún liéldi í liöndina á
honum. Góður í sér virðist hann hafa verið, meyrlyndur
nokkuð og ihugull, en minna fyrir það að liafa sig í hnjaski
og harðbráki, sem strákum er títt.
En Einari komu áhrif frá fleirum en föður og móður a
æskuheimilinu. Þar mun hann hafa kynst Sveini káta. rar
kyntist hann vinnukonu, sem eigi aðeins var hundkunnug
fornsögunum, heldur einnig Eddu; lcunni hún kenningar og
sögu þeirra upp á sina tíu fingur. Hér lieyrði hann sögurnar
lesnar og ræddar, og hér gleypti fólkið við kvæðum gamalla
og nýrra skálda. I Skagafirði var skamt til sagna um BólU'
Hjálmar, enda safnaði Einar þeim frá fyrstu hendi: Guðrúnu
Hjálmarsdóttur, dóttur skáldsins.2) Og eitt af fyrstu kvæðuii'
um, sem Einar lét frá sér fara, var einmitt um Bólu-Hjálmar. ‘)
En svo snennna bej'gðist krókurinn til ritstarfa, að þegar 3
barnsaldri fór hann að setja saman sögur og vísur; brendi
hann meðal annars lieilt safn af sögum, þegar hann var
tólf ára, strákurinn.
1) Vísir 27. mai 1931.
2) Sjá Sunnanfara 1900, 8 : 6, 23—24, 39—40, 52—53, 75—76 (Sögur af
Bólu-Hjálmari).
3) I Skuld, 21. marz 1882.