Eimreiðin - 01.04.1937, Síða 87
EIMREIÐIN
N'ÝIIÍ HEIM.4R
207
vandamála, sem þeir eru að glíma við og reyna að fá leyst.
Æðsta hlutverk þessa nýja lifsviðhorfs er að berjast gegn
vélamennihgunni, þeirri menningu, sem leitast við að hneppa
sjólft sálarlíf mannanna i fjötra efnishyggju og sérgœðis. Að
því er til íslenzkra bókmenta kemur, má telja að öndvegið í
fylkingu þeirra höfunda, sem bera blæ af þessu nýja viðhorfi,
sé rithöfundurinn Einar H. Kvaran, í siðari skáldverkum sín-
um, og má segja að skýrast komi þetta fram í bók lians:
Sálin vaknar. En á eftir honum kemur heill hópur höfunda,
°g nýir eru alt af að bætast i hópinn. Nokkra sérstöðu hefur
rithöfundurinn dr. Helgi Péturss með áhrifum sinum á Hokkra
Uuga höfunda, en þar kennir þó í aðalatriðum liins sama
viðhorfs og nefnt hefur verið.
Undanfarna áratugi hala ýmsar merkar andlegar hreyfingar
gengið yfir Ameriku og Evrópu og skilið eftir greinilegar
menjar. Flestir kannast af afspurn við nýliyggjuna (New
Thought) og kristilegu vísindastefnuna (Christian Science) frá
Arneríku eða »anthroposofisma« Rudoifs Steiners og vizku-
skóia Keiserlings hér í Evrópu. Flestar eða allar þessar lirej'f-
lugar hafa að meira eða minna leyti átt rót sína að rekja i
ousturveg — alla leið til Indlands. Eins og áður er það Ijósið
ur austri, sem skærastri birtu varpar inn í liinn kaldranalega
lieim vestrænnar menningar. Hin forna heimspeki Indverja
liefur vakið nj'ja og ákafa athygli, ekki aðeins heima fyrir
heldur og út um allan heim, þar sem hún hefur samlag-
ast öðrum andlegum hreyfingum og trúarbrögðum, svo sem
kristindómnum — og verður kunnust í Evrópu í guðspeki-
stefnunni svonefndu. I3essar hreyfingar hafa haft vekjandi
éhrif á sálarlif manna og stundum gagngera breytingu í
tör með sér á alt daglegt líf, enda oft blandnar innilegri
b'úarþörf og ríkri tilbneigingu til að kanna hið dularfulla
1 tilverunni.
En það þurfti meira lil en indverska dulfræði til þess að
grafa undan þeim grundvelli, sem heimsmynd visinda 19. ald-
annnar var bygð á. Vísindin beygja sig ekki fyrir neinu
uenia staðreyndum. Heimsmynd vísinda 19. aldarinnar hrundi
iyrir staðreyndum þeim, sem sálarrannsóknir nútímans liafa
leitt í ljós.