Eimreiðin - 01.10.1941, Page 59
ElMREIÐIN
KIRIvJUGARÐURINN RÍS
395
Og svo birtist sýnin, þú reist, og hver rúst
var rofin sem tjald, og hver bæjanna þúst
sem galopið leiði í blassýn mér brá,
°g bleikhvítar vofurnar reikuðu hjá,
þær leitandi leituðu þar.
^kyggnzt var að hugsjón, sem hlaupizt var frá,
aS heiðbjörtum draumi, sem myrkur féll á,
að ástúð, sem út borin var.
En aðrar þar grétu þau glöp, sem þeim varð
að gera, sem hjuggu i ættblómann skarð,
svo grómáttur veiktist og vöxturinn beinn
í vanskapnað breyttist, varð tregur og seinn,
°g lágfleyg hin ljóssækna þrá.
Og enn aðrar hörmuðu sonarins svik,
til sóknar var borinn, en mannleysi’ og hik
í undanhald áhlaupi brá.
Svo voru mín heimkynni horfin um sinn,
sð heiminum öllum varð dalurinn minn.
Og mér fannst sem stæði nú eilífð á önd
Rieð uppreiddan, hótandi dómarans vönd:
Hver verða nú viðbrögð þín næst?
Hvort skilarðu, samtíð, enn lífi til lýðs,
sem er lamað og örþreytt úr djöfulleik stríðs,
í helgreipar hatursins læst?
Og nóttin fór yfir með drauma um dáð
°g dapurleik vona, sem brugðust, og ráð,
sem ónýtti handvömm og hugveila manns,
svo honum hvarf leiðin frá villu til sanns.
Hú, nótt, varst sem nóttanna eind,
sem runnu’ yfir mannlíf frá upphafi alls.
Hvort ærðist ég, sveit mín, á brúnum þíns dals,
eða sá ég þar ljóst yfir leynd?
Þráinn.