Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1945, Page 92

Eimreiðin - 01.10.1945, Page 92
316 RITSJÁ EIMREIÐIN manna, en gallinn er aiVeins sá, að fæstir hirða um að afla sér staðgóðrar þekkingar á þessu sviði. Óvíða munu sleggjudómar algengari en þar. Hér á landi og sjálfsagt víðar hefur það dregizt um of, að sálarfræðinni yrði skipaður sá sess, scm hcnni hæf- ir, — hún hagnýtt sem skyldi. Hald- góð þekking á lögmálum licnnar ætti nú þegar að vera fullnaðarprófsskil- yrði í öllum framhaldsskóluin, að elcki séu nefndar æðri menntastofn- anir. Almenn menntun er ófullkomin, ef sálfræðilega þekkingu vantar. I sérskólunum á viðeigandi grein sálar- fræðinnar að vera skyldufag. Þannig þarf að gagnsýra allar stéttir þjóð- félagsins raunhæfri þekkingu sál- fræðilegs eðlis. Ýinsir mætir inenn eru nú þeirrar skoðunar, að sálarfræði nútímans og framtíðarinnar muni vera leiðin til friðar og farsældar hrjáðu mannkyni. Sálræn fyrirhrigði eins og ótti, öfund og hatur, standa ekki aðeins í vegi fyrir lífsgleði einstaklinganna, heldur valda þau og haráttu milli stétta og þjóðfélaga. Þótt slíkar kenndir eigi sér djúpar rætur í sálarlífinu og ekki sé auðvelt að vinna hug á þeiin, segir sálarfræðin okkur, að það sé þó ekki ókleift, ef réttum aðferðum sé heitt. fslenzkar bókmenntir eru ekki auð- ugar að ritum sálfræðilegs efnis. Eitt- hvað fyrirfinnst þó, einkum um barna- og uppeldissálarfræði í þýð- ingum. Framangreind hók Símonar Jóh. próf. Agústssonar má því teljast viðhurður á þessu sviði. Hún er safn erinda, útgefið í bókarformi, en fjall- ar um helztu þætti hagnýtrar sálar- fræði. Er þetta all-mikil hók, 426 bls. lesináls og skiptist í 17 kafla, auk inngangs. Hún er fyrst og fretnst ætl- uð almenningi til lestrar. Leitast höf. við að gera efnið aðgengilegt hverjum meðalgreindum manni, og hann forð- ast eftir föngum óþjál fræðiorð. Efni þáttanna lýsist af fyrirsögnum þeirra, og skulu nokkrir þeirra nefndir af handahófi: Dulvitund, Sefjun, Sál- gerðir, Nám, Stöðuval, Vani, Sjálfs- traust og vanmetakennd, Reiði, Maður og múgur. Að hók þessari fannst mér mikill fengur. Hún bætir úr hrýnni þörf, og það verkefni, sem höf. hefur sett sér með samningu hennar, hefur að öllu samanlögðu tekizt vel. Hann segir ljóst og skipulega frá, bregður ljósi yfir torráð efni með dænium úr dag- legri reynslu manna og er í fram- setningu sinni alþýðlegur og fræði- legur í senn. En „ritdómur" er víst ekki eins og vera her, neina aðfinnslur komi til. Margt er það enn í sálarfræðiniii, sem skoðanamun veldur, og væri því liæg- ur nær að rífast um þau efni. Ein- lægur Freuds-sinni mundi tæplega vera ánægður með inat höf. á kenn- ingum þess mikla manns, svo að dæmi sé nefnt. Út á þann hála ís, að þrátta um kenningar, ætla ég ekki að hætta mér að' þessu sinni. Það verður ekki hjá því komizt í slíku riti að nota fræðiorð, enda gerir höf. það. Notar hann íslenzk fagorð víðast livar, og eru mörg þeirra til- tölulega ný orð, sem enn Iiafa tæpast hlotið horgararétt í málinu. Nokkurs festuleysis gætir lijá höf. í notkun slíkra orða á stöku stað. í upliafi 10. kafla, sem greinir frá sállækn- ingum og andlegri heilsuvernd, er frá því skýrt, að ýmsir frumstæðir mannflokkar heiti sállækningu ekki einungis við sefasýki, heldur og við líkamlega sjúkdóma. Hér virðist orð- ið sefasýki notað í víðtækri merk- ingu og þýða sama og sálsýki yfir- leitt, cn örfáum blaðsíðum aftar er

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.