Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1946, Page 17

Eimreiðin - 01.07.1946, Page 17
E I M R E IÐIN Júlí—september 1946 - LII. ár, 3. hefti Við þjóðveginn. 14. október 1946. INNTÖKUBEIÐNI fSLANDS í UNO. Alþingi hefur hinn 25. júlí síðastliðinn samþykkt með 36 atkv. gegn 6 „að veita ríkisstjórninni heimild til þess að s®kja um inntöku íslands í Bandalag sameinuðu þjóðanna °ff takast jafnframt á hendur fyrir landsins hönd þær skyld- ui‘, sem samkvæmt sáttmála bandalagsins eru samfara þátttöku í því“. Átta þingmenn greiddu ekki atkvæði, en tveir voru fjarverandi. Á sama fundi Sameinaðs alþingis var Lelld, með 26 atkv. gegn 22, sú tillaga Hannibals Valdemars- sonar að kref jast þegar í stað brottflutnings alls Bandaríkja- hers héðan af landi burt. Alþingi var kvatt saman mánudag- ion 22. júlí til þess að afgreiða heimildina til inntökubeiðn- innar — og því frestað þegar að lokinni þessari afgreiðslu. Bráður bugur var undinn að afgreiðslu þessa máls á sama tíma sem fregnir bárust um fyrirhugaða frestun fundar Sameinuðu þjóðanna í New York, þar sem - inntökubeiðni íslands og fleiri þjóða skyldi tekin fyrir til endanlegs úr- skurðar. Fundur þessi átti að hef jast í septemberlok, en hon- l,m hefur nú verið frestað um heilan mánuð. íslenzka þjóð- hefur átt mjög lítinn kost á að kynna sér rökin fyrir boirri hraðsamþykkt alþingis frá 25. júlí að sækja þegar í stað um inntöku í UNO. Þó verður að gera ráð fyrír, að all- í^iikið hafi legið á. Sú skoðun, sem að vísu varð vart frá ein- 11 ni þingmanna, að þjóðin þyrfti að fá ráðrúm til að kynna sér málavöxtu, hlaut lítið fylgi. Svisslendingar fóru sér hæg- ar áður en þeir gerðust meðlimir Þjóðabandalagsins gamla oftir heimsstyrjöldina fyrri (1914—’18). Þeir létu þjóðar- ^tkvæðagreiðslu fara fram um ntálið. il

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.