Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1946, Page 20

Eimreiðin - 01.07.1946, Page 20
164 VIÐ ÞJÓÐVEGINN eimreiðin hér fyrst á land. Eigi að síður er hér eftir hópur brezkra starfsmanna, sem eiga að vinna við völlinn enn um skeið. Alþingi kom aftur saman 19. f. m., og fyrsta málið, sem lagt var fyrir það, var uppkast að samningi við Bandaríkin ásamt tillögu til þingsályktunar um heimild fyrir ríkisstjórn- ina til að gera samning við þau um niðurfellingu hervernd- arsamningsins frá 1941, o. fl. Vökumannsáhugi þeirra, sem minnst veður gerðu út af því mikilvæga skrefi, er þingið tók með því að æskja inntöku íslands í Bandalag sameinuðu þjóð- anna, enda þótt áður hefðu talið sig því andvíga, brauzt nú fram með miklum krafti út af samningsuppkasti þessu. — Áróðursvélin gegn því var sett af stað með þeim hávaða, að heyrðist of allar jarðir. En sá vilji þjóðarinnar að fá full umráð yfir Keflavíkurflugvellinum, með hagkvæmri sam- vinnu við þá þjóð, sem látið hefur gera hann og rekið til þessa, sigraði í málinu. Áróðurinn gegn þessari samvinnu hjaðnaði, og andúðin gegn vinsamlegri sambúð fslendinga við Breta og Bandaríkjamenn hefur reynzt eiga sér fáa formæl- endur. Að vísu féllu mörg köpuryrðin í umræðunum úm mál- ið. Gerðust menn gunnreifir um skeið, svo lá við meiðingum. Samningsuppkastið var til meðferðar í þinginu hálfan mán- uð, og voru gerðar á því nokkrar breytingar til bóta, af meiri hluta utanríkismálanefndar. Aldrei var lögð fram nein úr- lausn á því, frá andstæðingunum, hvernig hægt væri fyrir oss fslendinga að taka þegar í stað við Keflavíkurflugvellin- um að fullu og öllu og reka hann án utanaðkomandi aðstoð- ar. Samningsuppkastið var samþykkt á alþingi 5. þ. m., og' er þar með gengið fyrst um sinn frá rekstri og umráðuni þeirra tveggja flugvalla, sem gerðir voru hér af herstjórn- um Breta og Bandaríkjamanna í styrjöldinni, þannig að þeú' eru nú báðir eign íslenzka ríkisins, með nokkrum ákveðnum skilyrðum næstu árin. Eigi samningar sem þessir að verða tilefni áróðurs og æsinga í þjóðfélaginu, byggist slíkt á „van- mati á stöðu íslands sem sjálfstæðs ríkis og röngum hug'- myndum um eðlileg samskipti þjóðanna“, eins og komizt ei að orði í hinu ítarlega áliti méiri hluta utanríkismálanefnd- ar í flugvallarmálinu. Er nú mest undir oss sjálfum koniið>

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.