Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1946, Page 36

Eimreiðin - 01.07.1946, Page 36
180 ÍSLAND 1945 EIMREIÐIN Útfluttar síldarafurðir voru sem liér segir: ÁriS 1945 Ár 1944 Saltsíld ........ 115 039 tn. 17,1 millj. kr. 19 689 tn. 3,7 millj. kr. Freösíld ........ 1 089 tonn 1,5 — -—- 50 tonn 0,035 — — Síldarolía....... 13 888 — 13,5 — — 26 429 — 26,052 — — Síldarmjöl....... 4 928 — 2,4 — — 27 040 — 13,115 — — Enfremur voru flutt út söltuð lirogn fyrir nál. 3 millj. kr. Nýbyggingarsjóðir útgerðarfyrirtækja í vörzlu bankanna námu alls um áramótin 1945—46 kr. 24.211.000,00. Þar af voru rúmar 22 millj. kr. í eign togaraútgerðarfyrirtækja. Hraðfrystiliús voru í lok ársins 67 að tölu á landinu. Af lýsisframleiðslu ársins fóru 193 tonn að gjöf til Danmerkur fyrir 913 þús. kr. og 100 tonn til Noregs fyrir 398 þús. kr., eða samtals til þessara tveggja landa gjafalýsi fyrir 1 millj. 311 þús. kr. Á stríðsárunum stunduðu engiu erlend síldveiðiskip veiðar hér við land. En á liðna árinu breyttist þetta, því frá Noregi komu 66 skip til að taka þátt í síldveiðunum, og varð veiði þeirra 45.859 tunnur. Frá Svíþjóð komu og 29 skip, og nam veiði þeirra 20.555 tunnum. AFKOMA RlKISSJÓÐS. Rekurslekjur ríkissjóðs bafa sant- kvæmt bráðabirgðayfirliti orðið 162,7 millj. kr., en gjöldin 143,9- Tekjuafgangur liefur því orðið 18,8 millj. kr. Framlag ríkissjóðs til verðlækkunnar á landbúnaðarafurðum og verðuppbót á út- fluttar landbúnaðarafurðir varð alls 15,5 millj. kr. Skuldir ríkis- sjóðs voru í árslok 1945, samkvæmt bráðabirgðayfirliti, 33,3 mjllj- kr. Þar af eru föst innlend lán 20,9 millj. kr., lán í Englandi 0,9 millj. kr. og lán í Danmörku 5,4 millj. kr. Framfœrsluvísitalan liækkaði um 11 stig á árinu oe var í janúar 1946 285 stig. Gengi sterlingspunds og Bandaríkjadollars liélzt óbreytt á árinn (sölugengi £ 1 = 26,22 og $ 100 = kr. 650,50 og kaupgengi £ 1 ^ 26,09 og $ 100 = 647,27). Þá var og byrjað á árinu að skrá sænska, danska og norska krónu og ennfremur samið við Englandsbanka um, að greiðslur milli Islands annarsvegar og Belgíu, Frakklands, Hollands, Finnlands, Argentínu og Tékkóslóvakíu liinsvegar gætu farið fram í sterlingspundum.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.