Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1946, Page 48

Eimreiðin - 01.07.1946, Page 48
192 FRÁFÆRUR OG YFIRSETA eimreiðin sínúm stað og höfðumst ekki annað að en tala og hlæja. Engin skemmtimál voru þó á dagskrá lijá okkur. En við bara hlógum að öllu, eða engu. Við fengum munnherpu af kulda og þurftum nú ekki lengur að tala til þess að geta lilegið, aðeins, að liorfa á afskræmda ásjónu livers annars, með því gátum við lilegið lengi og bjánalega. Var þetta kallað kuldahlátur og var alþekkt fyrirbrigði lijá þeim börnum, sem sátu yfir kvíaám í rigningum, •eða af öðrum ástæðum komust nálægt því að krókna af kulda og vosbúð. A þennan liátt, sem liefur verið lýst, leið dagur loks að kveldi. Þegar við töldum að klukkan mundi vera orðin 8, rákum við ærnar í hóp. Kölluðum við nú liver í kapp við annan: Skil-úr, skil-úr, skil-úr! Þetta kall skildu ærnar og ldupu sem tíðast í tvo hópa, sinn frá livorum bæ. Var þó alltaf ein og ein ær, sem ekki hlýddi kalli, annaðhvort af heimsku eða þverúð. Kostaði oft mikla fyrirhöfn að fá þær til hlýðni, því þær voru sauðþráar. En í þetta sinn, eins og ætíð áður, urðu þær að láta í minni pokann. Er við liöfðum skilið ærnar og talið, kvöddumst við og liéldum lieim. Það var siður á Þernunesi, á kvöldin að loknum mjöltum, að reka ærnar í haga og sitja þær til kl. 11—12. Á heimleið að þessu sinni var ég að hlakka til þess, að Eðvarð bróðir minn, sem var fjórum árum eldri en ég, mundi verða látinn fara með ánum um kvöldið, af því veðrið var vont, og gæti ég strax farið að Iiátta og sofa. Mér urðu það því sár vonbrigði, er heim kom, að frétta, að hann var nýfarinn að leita kúnna, sem ekki liöfðu komið heimundir eins og venjulega. Þáði ég fátt það, er mér var boðið, nema heita mjólk, sem ég varð feginn að hlýja mér a. Kl. 91/2 fór ég með ærnar í haga, rennvotur og í sömu fötum- Þótti ekki taka því að skipta fötum, þar sem alltaf rigndi, enda ekki langur tími til kl. 11—12, eins og sagt var við mig. Ég kom heim kl. 12 til rúms míns, eftir að liafa verið úti, kaldur og rennvotur, sem næst í tuttugu klukkustundir, liáttaði í mesta flýti^ hnipraði mig saman í kút, með hnén upp undir liöku, breiddi sængina upp fyrir liöfuð, gleymdi öllum kvöldbænum, en sofnaði fljótt, með kvíða í hjarta yfir því að eiga von á að verða vakinn eftir 3—4 stundir til sömu harmkvæla og síðast liðinn dag.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.