Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1946, Side 54

Eimreiðin - 01.07.1946, Side 54
198 HJÁLPIN AÐ HEIMAN. — ÁHRIF ERLENDRA BLAÐA EIMREIÐIN Mér er í fersku miríni atburður nokkur, er gerðist í Kaupmanna- höfn rétt fyrir stríðslokin. Ég var á leiðinni yfir hina svonefndu Knippelsbrú, sem tengir eyjuna Amager við aðalhluta borgar- innar. Sporvagninn var troðfullur, eins og venjulega. Gegnum gluggann sást fáni á litlu skipi, er lá á skurðinum meðal annarra stærri — blár dúkur með rauðum og hvítum krossi. Stóru skipin voru þýzk. Litla skipið var Gullfoss. „Hvaða flagg er þetta?“ spurði einhver. Eftir alllangar bollaleggingar komust menn að þeirri niðurstöðu, að fáninn og skipið væri íslenzkt. „Það er komið í góðan félagsskap (godt Selskap) !“ sagði einn Daninn. Þá glottu liinir, sem í vagninum sátu, þótti fyndnin góð. Ýmsir tóku undir og sögðu, að þetta væri orða sannast; það færi vel á félagsskapnum. Flestir Islendingar hér heima munu að sögn kannast við atburð þann, er olli dauða eins af íslands merkustu rithöfundum, Guð- mundar Kambans. Allur þorri manna í Danmörku stóð í þeirri trú, að hann væri sekur um landráð. Og jafnvel eftir að búið var að sanna sakleysi lians, virtust ýmsir blaðamenn reyna að þagga hinar réttu upplýsingar niður. Einn daginn var þess þó getið (auðvitað með smáu letri og á þeim stað í blöðunum, þar sem minnst bar á), að nú liefði danska stjórnin ákveðið að veita ekkj- unni eftirlaun. Annað stóð þar ekki; engin nánari skýring, engin afsökun borin fram. Þegar ég las þessa stuttu tilkynningu, skrif- aði ég einu blaðinu, sem liafði birt liana, sagði, að það hefði vakið mikla sorg og að miklum óliug liefði slegið á fólk heima á Islandi, þegar þangað barzt fregnin um lát Guðmundar Kambans. En þar sem nú væri sannað sakleysi hans, en mér jafnframt ókunn- ugt um, að ævistarfs bans liefði verið getið að nokkru í dönskum blöðum, kvaðst ég vilja bjóða blaðinu að rita nokkur minningar- orð. Ég tók það skýrt fram, að grein mín myndi eingöngu fjalla um rithöfundarstörf Guðmundar beitins. Eftir tveggja til þriggja vikna bið, fékk ég loks svar frá aðalritstjóra blaðsins. Afsakar bann sig þar á ýmsa lund og meðal annars með því, að enn seti nokkur „óljós atriði“ í máli Guðmundar lvambans; sjáist það bezt á því, að frestað bafi verið að ákveða eftirlaun ekkjunnar. Undir þessum kringumstæðum,lýkur ritstjórinn bréfi sínu,telji hann rett að láta greinina bíða(!) Nú vildi þannig til, aðeins fáum dögunt

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.