Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1946, Page 58

Eimreiðin - 01.07.1946, Page 58
202 TVÖ SKAUT STJÓRNMÁLANNA SIMRBIÐIN ætla sjálfum sér völdin í ríki sósíalismans, og má það teljast vor- kunnarmál um þá öllu fremur en um hinar meir upplýstu stéttir. Fyrir kennara og menntamenn er munurinn á ríkiskerfi lýð- ræðisins og sósíalismans ekki eins algjör. 1 báðum kerfunum eru þeir ríkisstarfsmenn eða væntanlegir ríkisstarfsmenn. Skiptir þá, í því tilliti einu, mestu, livort kerfið þeir álíta eða vona, að skapi sér ríflegri lífskjör. Má vera, að þeir voni, að það sé kerfi sósíal- ismans og að þeir fyrir liinn ímyndaða mun (von er engin vissa) vilji offra almennum mannréttindum — sínum og annarra. Fram kynni að vera fært, að fylgi kennara og menntamanna við sósíalismann stafi af því, að þeir álíti stjórnkerfi lians og atvinnuskipulag betra en lýðveldisskipulagsins. Vart er það þó frambærileg skýring fyrir liönd „upplýstra“ manna. Þegar kosn- ingarrétturinn er sá eini, að endurkjósa eða ganga í berliögg við valdaflokkinn, mælt mál og ritað er undir ströngu eftirliti liins sama valdliafa, slíkt liið sama allir opinberir fundir og félags- samtök, njósnir um orð, athafnir og einkaliagi og ríkið eini atvinnurekandinn, — hvar er þá eftirskilið svið fyrir stjórnmála- legt frelsi, einstaklingsfrelsi, athafnafrelsi og almenn mannréttindi lýðveldisskipulagsins? Um ástæðuna til fylgis bænda við sósíalismann má geta hins sama og um verkamenn — þeir gera það í blindri trú. Annars þó einnig til geta: Fyrir áróður sósíalismans og ofurvald kaupstaðafjölmennisins eru bændur margir komnir í einyrkjabúskap. Eftir það eru kostir þeirra og kjör komið í þá vonleysisaðstöðu, að skiljanlegt g*11 ■verið, að þe'ir kjósi þá lieldur það óþekkta út frá þeirri hugsuDi að aumara geti það ekki verið í ríki sósíalismans. Lokabáráttan milli liagkerfa og stjórnkerfa einkarekstursins og þjóðnýtingarinnar stendur nú fyrir dyrum í mörgum löndun'- Sumstaðar er lýðræðiskerfið svo langt leitt í uppgjöfinni, að þa® tekur sósíalismann til valdanna með sér og kaupir sér þar HtcS stundargrið. Þar sem svo er komið, er þess vart orðið langt tíða, að yfir ljúki í valdabaráttunni á annan hvorn veginn.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.