Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1946, Side 62

Eimreiðin - 01.07.1946, Side 62
206 FLÓTTI eimreiðiN lians og vinir munu hópast um hann, óska honum langra lífdaga og færa honum góðar og margar gjafir. Það er víst líka alveg óhætt að vona langra lífdaga próf. H. H. til handa, svo vinnusamur er liann, og ekki liefur honum orðið misdægurt. Ekki ætti krabbameinið að verða honum að bana, enda hefur hann sjálfur sagt, að liann liafi þegar myndað sér kenninguna um krabbameins-varnirnar á liáskólaárum sínum og fylgt þeim síðan. Svo vil ég enda þessa grein með því að segja: Jæja, góði gamli vinur og bróðir, blessist þú og þitt- Fyrirgefðu þessi fátæklegu orð og klaufalegu, ég er enginn ritliöfundur, eins og þú veizt, en liitt munt þú vita, að ég mæli af heilum huga. Einhvern tíma tekur eilífðin við okkur, báðum körlunum, en þá liittumst við sjálfsagt aftur að lokinni hérvist, ég dauður úr krabbameini og þú af hárrt elli. Vive, vale. Sœmundur Bjarnason.“ Það brá fyrir óánægjuglampa í augum læknisins eftir lestur greinarinnar. Hann liorfði á blaðið, eins og hann væri að renna augunum eftir dálknum, sem liann liafði lesið, og leita að ei»' hverju. Honum kom ekki á óvart tónninn í grein Sæmundar, vinar hans. Sæmundur var oft glettinn, en bak við glettnina leyndist oft alvara. Það var augljóst að allir, sem læsu greinino, mundu taka hana svo, að hún væri aðeins gamansöm kveðja frá gömlum starfsbróður, en krydduð með sjálfsögðu og ve»J°' legu afmælishóli. En leyndist ekki í greininni skeyti til hans sjálfs, afmælisbarnsins, skeyti, sem var dulið þannig, að enginn sá brodd- inn nema hann sjálfur? Sæmundur hafði alltaf verið andstíeð- ingur lians, en vinur um leið. Læknirinn vissi, að starfsbróðin" lians hafði ekki getizt að þeirri félagshreyfingu, sem liafði fhitt krabbameins-vörnunum svo mikinn sigur. Sæmundi hafði alltaf fundizt einliver ógeðfeldur almúgablær á krabbameins-varna- sambandinu, eins og það var nefnt. Sæmundur var sérvitringur’ aristokrat í aðra röndina og þótti sér ekki samboðið að liefja sig upp á öxlum annarra. Hermann prófessor lét blaðið síga 1 hendi sinni, en horfði hugsandi niður fyrir sig. Var það ímynd»iu að Sæmundur væri að aðvara hann sjálfan á dulbúinn hatt-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.