Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1946, Side 77

Eimreiðin - 01.07.1946, Side 77
Eimreiðin fornritin og yisindamennirnir 221 uin, og íslenzku máli eins og það var, á eða fyrir tíma skáldsins, en ekki síðar). Ég lief atliugað a. m. k. mikinn meirihluta af vísum í Fornritaútgáfu Fornritafélagsins og veit, að þær skortir eitt eða fleiri framantaldra einkenna. Einliver þeirra texta, sem völ var á, er þar valinn gagnrýnilaust, að því er virðist, og síðan er liann skýrður, nolens volens, livað sem Eeilbrigt vit, íslenzkt mál og bragreglur segja. Að þá, er skýra vísurnar, klýgi við leirburðinum, sem þeir eigna fornskáldunum, verður livergi vart, þvert á móti virðist sumum þeirra þykja varið í, að nafns þeirra sé getið í sambandi við hann. í formála Heimskringlu II. (bls. CXII) er þess getið, að Sig. Nordal hafi „lagt drjúgan skerf til skýringar vísunum“. Eru 8 vísur Refndar sérstaklega. Rúmsins vegna verður liér aðeins getið einnar þeirra (115. vísu) : liún liljóðar svo: „Ok fyr Lista liðu fram viðir Hádýrs of liaf liart kolsvartir. Byggt vas innan allt hrimgaltar suðr sæskiðum sund Eikunda.“ Hann telur, að „Hádýrsliaf“ muni vera „liafið út af Hádýri“, Sem er fjall austan Eikundasunds, og mun það vafalaust rétt, því að höf og liafshlutar eru oft kenndir við lönd og staði á landi (Jót- landshaf, Eyrarsund o. s. frv.). En síðan segir hann: „Helzt virðist unnt að taka síðari helming Hsunnar þannig upp: Allt Eikundasund suðr innan brimgaltar innan Hádýrs; brimgöltr: skip, en þeirrar merkingar getur °r*'mð hádýr líka verið [há-: keip-]J vas byggt sæskíðutn (o: þakið skipum).“ M. ö. o., hann telur, að í orðinu „brimgöltr“ sé falið nafn fjalls- ms Hádýr. l^etta mætti vel vera, ef allt mælti ekki á móti því. Hádýr er aUs>an Eikundasunds og sundiS því vestan eða út af Hádýri. Þess- Vegna geta skip á Eikundasundi ekki verið innan eða austan ^údýrs. Skipin liljóta að vera sömu megin fjallsins og Eikunda- 8und, sem þau þekja.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.