Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1946, Page 85

Eimreiðin - 01.07.1946, Page 85
EIMREIÐIN fornritin og yisindamennirnir 229 Nú kunna menn að segja: Já, þetta er nú gott og blessað allt saman, en það, að glœr merki: þunnur, nýr ís, er aðeins tilgáta, eins og hitt, að orðið merki: liaf og fráburður. Þetta er rétt, en ég held því fram, að sá munur sé á tilgátunum, að mín veiti skynsamlega lausn á orðatiltækjum og orðum, sem „glær“ kemur fyrir í, en hin tilgátan geri það ekki. Þó að próf. Alexander Jóhannesson hafi í riti sínu: „Islenzk tunga í fornöld“ bent á það, að íslenzkar málreglur væru að ýmsu leyti frábrugðnar latneskum reglum, þá hefur því engi gaumur verið gefinn af þeirn mönnum, sem samið hafa kennslubækur fyrir skóla ríkisins í þessari fræðigrein. Til tjóns námi í íslenzkri tungu eru latnesku reglurnar kenndar, sem íslenzkar væri, en liinar íslenzku ekki nefndar á nafn, fremur en þær væri ekki til. 1 þessari grein íslenzkra fræða ríkir sama miðaldamyrkrið og hinum. Hér er ekki hægt að ræða það mál, og læt ég því staðar trumið. Dæmin, sem ég hef birt, eru fá, en þó að þau hefði verið fleiri, hefði þau ekki leitt í ljós annað en það, sem þessi fáu dæmi sýna: að sé erfSaskoðanir þessara vísindamanna virtar að vettugi, og b, að sé starfsaSferSir þeirra ekki notaSar, heldur aðrar, sein hyggðar eru á athugunum á því, hvernig rúnafrumritin hafa aflag- ast í höndum afritaranna, og textarnir síðan leiðréttir í samræmi V1ð atliuganirnar, með aðstoð reglu M. Olsen, þá kemur í 1 jós, að V1sur fornskáldanna hafa verið auðskildar og jafn vel til þeirra vandað og kvæða beztu nútíðarskálda. Skemmtilegt liefði verið fyrir oss, að geta bent á afrek íslenzkra vísindamanna sem rök fyrir því, að liandritin væri bezt komiu á meðal þeirra. En að oss sé liollt að halda þessu fram nú, er vafa- samt, því að vera má, að finnast kunni einhversstaðar barn, sem æPÍr ekki: „Miklir snillingar eru skraddarar keisarans“ heldur: „Hœ, hó, keisarinn er strípaSur.“ Augu annarra manna opnast nefnilega stundum, ef menn fara °f langt í skrumi og lofi um sig sjálfa og aðra menn.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.