Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1946, Page 89

Eimreiðin - 01.07.1946, Page 89
 Leikl.isiin. Leikfélag Reykjavíkur: Tondeleyo. Leikfélag Hafnarfjaröar: Pósturinn kemur. Einkunnarseðill vetrarins. Leikstarfsemin í Reykjavík og í Hafnarfirði dróst fram á sumar. Pjalakötturinn lauk ekki sýning- um á revyu sinni fyrr en komið var fram í júní, og leikfélög Leykjavíkur og Hafnarfjarðar urðu síðbúin með síðustu verkefni leikársins, svo ekki urðu nema fá- ar sýningar á sjónleikjunum að þessu sinni, en verða væntanlega teknir upp aftur í haust. Hvor- ufíur þessara sjónleikja hafði annað og meira markmið en að falla áhorfendum vel í geð sem sjónleikur, sýning, en háðir urðu fyrir því óhappi, að fólk var að i'embast við að leggja einhverja ®öri meiningu í þá — og þó sitt ^ieð hverju móti eftir eðli leikj- anna og upplagi manna. Sjónleikurinn, sem Leikfélag Heykjavíkur sýndi, heitir á frum- ^iálinu „White Cargo“ og hefði vel mátt notast við það nafn í út- leggingu, því leikurinn sýnir ekk- ert annað en það, hvernig skips- farmur eftir skipsfarm af hvítum monnum grotnar niður í enskri svertingjanýlendu á vesturströnd Afríku, en það skásta af farm- mum fuðrar upp og brennur til °sku í ástríðusvækju og eftirsókn eftir holdlegum munaði með svert- lngjakonunni Tondeleyo. Ekki er a'Veg sama, hvort kennt er til ”e'ás hrennandi" (hér Tondeleyo) ®öa eldiviðarins, hvítra manna armsins, sem höfundurinn virðist helzt hafa áhuga fyrir, ef nokkur er. Annars virðist það aðallega vaka fyrir höfundinum að stofna til góðrar sýningar með „pikant“ innleggi og það hefur honum tek- izt eins og aðsóknin að leikritinu í heimsbænum New York sýnir, þrátt fyrir þann áfellisdóm George Jean Nathans, að það sé „a theat- rial naughty postcard". Sjónleikurinn í Hafnarfirði verður ekki gerður að umtalsefni hér fram yfir það, sem ég hef áð- ur gert í leikendaskrá með leikn- um. Málið mun þykja mér of skylt, vegna þýðingar minnar og leik- stjórnar. í grein í áminnztri leik- endaskrá, er frá því skýrt, að til- efni til þess, að leikurinn kom fram á íslenzku leiksviði, hafi raunar verið gömul Eimreiðargrein, (1926) eftir Alexander MacGill, þar sem hann vekur athygli á skozku hókmenntavakningunni. Höfund- ur leiksins er sem sé Skoti, lækn- ir í Glasgow, sem skrifar sjónleiki undir dulnefninu James Bridie, en heitir í rauninni Osborne Henry Mavor. Skozkri leikritunhefurver- ið helzt til lítill gaumur gefinn hér á landi, því vér myndum græða á því að leita „and- legs félagsskapar" við Skota engu síður en Skotar við oss, því — eins og Alexander MacGill segir — „þessar tvær smáþjóðir, Skotar og íslendingar, eiga margt sameigin- legt. Það er keltneskt blóð í Is-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.