Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1946, Side 29

Eimreiðin - 01.10.1946, Side 29
eimreiðin REGNBOGINN 253 Ivcggja í senn, róleg og glö3. Þau liöfðu misst á himni, en hlotið á jörðu. En allt í einu sneri Þorgils sér við. Hann glápti. Svo spýtti l'ann, skellti á lærin og hló og henti: — Nei, sko, kærustuparið! Ha, ha, lia! Hann svipaðist um °g 8á hrossataðsköggla. Hestarnir lians föður hans höfðu verið tjóðraðir þarna í sumar. Hann greip hvern köggulinn af öðrum °g kastaði liart og títt. En skothríðin var álirifalaus. Egill bar fyrir hendurnar af 8vo mikilli leikni, að ekki einn einasti af kögglunum liæfði telpuna eða í andlit honum sjálfum. Svo kallaði þá Þorgils: — Nú fer ég heim og segi fólkinu fréttirnar! Hí, liæ, Egill gfey, hí, hæ, Egill grey! Og hann sneri sér við og þaut af stað. En skyndilega stanzaði liann, vatt sér við og tók sprettinn í attina til þeirra, Egils og Gunnu litlu. Hann nam staðar fyrir framan Egil bróður sinn, eldrauður í andliti. Hann steytti hnefana °g 8agði með samanhitnar tennur: — Ég skal kenna þér að vera ekki að flangsa við stelpur, helvízkur ormurinn, tólf ára gamall, °g það þá líka Fellsrengluna, sem er eins og lambgota! Og hann lienti sér á Egil. En Egill vatt sér fimlega undan, og Þorgils fór á höfuðið. Svo fleygði Egill sér yfir hann og greip höndunum fyrir kverkar Eonum, albúinn þess að lierða að, ef á þyrfti að halda. En Þorgils brauzt ekki um. Hann liorfði stórurn augum á bróður sinn, hálfskelfdur og steinliissa. Aldrei liafði það áður komið fyrir í viðskiftum þeirra bræðra, að lilutverkunum væri skipt ems og að þessu sinni, því jafnvel þegar þeir liöfðu leikið forn- ttienn, hafði Þorgils alltaf verið sjálfsagður til að vera sá, sem i sögunum bar sigurinn af hólmi. Bræðurnir liorfðust í augu, og svo sleppti Egill tökunum og stóð upp með liægð. Gunna litla, sem hafði staðið föl og skjálf- andi og haldið niðri í sér andanum, greip í handlegginn á lionum °g togaði hann með sér iit og upp leitið. Þau liöfðu ekki gengið ueina nokkur skref, þegar hún leit snöggt um öxl. Þorgils lá með öllu hreyfingarlaus, virtist stara upp í loftið. Hún tók í höndina áAgli og fór að lilaupa við fót. Á ný leit hún við, og nú var Þorgils Usinn upp við olnboga og sýndist vera að svipast um eftir

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.