Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1946, Page 36

Eimreiðin - 01.10.1946, Page 36
260 ÆVINTÝRI PÁLS Á HALLDÓRSSTÖÐUM eimreiðiN sú alda í Þingeyjarsýslu, sem teljast verður einstæð liér á landi. Þá er þar uppi Þjóðliðslireyfingin, fyrsta kaupfélagið, sem heldur velli, er stofnað, og Benedikt á Auðnum, nágranni Páls, stofnar þar félag áhugamanna um bókakaup og bóklestur meiri en annars staðar tíðkaðist. Beittist hann fyrir þeirri lireyfingu allt til dauðadags, eins og kunnugt er. Þessi andlega vorkennd, sem fór um liugi manna í Þingeyjarsýslu fyrir og um aldamótin síðustu, orkaði á liugi ungra manna þeirrar tíðar, félagsliyggja glæddist og fróðleiksþorsti. Ýmsir urðu afburðavel sjálfmenntaðir, rituðu sveitablöð, orktu mikið, brutu lieilann um gátur mannsandans. 1 þessu andrúmslofti hlýtur Páll á Halldórsstöðum þroska fullorðinsáranna. Hann segir svo frá sjálfur, /að hann hafi í æsku þjáðst af óframfærni og minnimáttarkennd. Eigi að síður mót- uðust hneigðir lians og liugarstefna af samtíð lians, og liefur hann jafnan verið hneigður til málfræðilegra og heimspekilegra heilabrota, og rökræður um þau efni hafa verið lionum hug- leiknar og hin mesta nautn. Við dvalir sínar í Bretlandi og lestur enskra bóka aflaði hann sér mikillar kunnáttu í enskri tungu- Eins og síðar verður greint, áttu hátt settir og menntaðir Eng- lendingar oftsinnis sumardvöl á heimili Páls. Komst hann þannig í snertingu við brezkar menningarerfðir (kultur), sem veittu honum aukin umhugsunarefni. Hann skrifaðist löngum á við gesti sína um ráðgátur mannshugans og lilaut viðurkenningu þeirra fyrir íhuganir, sem þeir töldu dýpri og atliyglisverðari en almennt mætti vænta frá óbreyttum bóndamanni í sveit norður á Islandi. II. Magnii8 og Páll Þórarinssynir tóku við búi eftir föður þeirra og bjuggu saman um hríð'. Síðar tóku þeir við hálflenduniUj systursynir þeirra, Þórarinn og Jón, synir Jóns í Geitafelli og Sigríðar Þórarinsdóttur, systur Páls, og var Þórarinn fyrir hui- Þórarinn var stakur gáfumaður. Hann gaf Háskóla Islands j‘,r^ sína eftir sinn dag. Eins og fyrr var greint, fór Páll þrisvar til Bretlands á unguiu aldri og átli þar stuttar dvalir lijá skozkum fjárbændum. I l101,11 ferður kynntist hann stúlku þeirri, er hann síðar gekk að eiga’ og verður enn nánar greint frá þeim atvikum. Taldi liann e1?1 fært að flytja brúði sína í þau húsakynni, sem fyrir voru á Hall

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.