Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1946, Side 73

Eimreiðin - 01.10.1946, Side 73
eimreiðin Ausifirzkar sagnir III. (Eftir handriti Halldórs Stefánssonar). M^ezt sá ég þig“. Frásögn Einars Eiríkssonar jrá EiríksstöSum. 1 árslokin 1879 varð úti á Fljótsdalsheiði á leið milli Fjallssels °g Skeggjastaða á Jökuldal Guðrún Magnúsdóttir, ættuð úr Skafta- fellssýslu, systir Halldórs föður Snorra læknis Halldórssonar. Hún var ekkja eftir Árna Jónsson og liöfðu þau verið um tíma á vist kjá Páli stúdent Vigfússyni í Hrafnsgerði. Guðrún átti nokkur efni eftir mann sinn og var, þegar hér er komið sögu, trúlofuð Þorsteini Jónssyni, er kenndur var við Hriflu í Bárðardal, en hann var á vist í Hnefilsdal á Jökuldal. Á Þorláksmessu lagði Guðrún á Fljótsdalslieiði frá lieimili sínu í Fjallsseli, til að finna festarmann sinn. Hún var með, ásamt öðrum smávægilegum ferðaföggum, fjögra potta kút af brenni- víni, sem hún ætlaði að gleðja festarmann sinn með; vissi honum mundi þykja vænt um að fá slíkan glaðning með öðrum jóla- fagnaði. Veður var þungbúið og ekki tryggilegt um morguninn, er hún lagði til heiðarinnar, og vildu heimamenn í Fjallsseli því, að hún færi ekki þann dag, en liún lét ekki letjast fararinnar. Hjamfæri var og heiðin því svo fljótfarin sem kostur var gang- andi manni. Segir nú ekki af ferð Guðrúnar fyrr en það, að norðan við svo- Uefnt Sandvatn, austanvert við miðja heiðina, mættu henni tveir uienn, sem voru á austurleið, Gunnar Helgason frá Þorbrands- stöðum í Vopnafirði og maður með honurn. Var þá tekið að syrta Uteir í lofti og veður orðið ískyggilegt og komnar liríðaráleið- ingar, en ekki föst hríð. Þeim þótti óvænlegt um ferð hennar á nióti veðri og vildu fá liana til að snúa aftur með sér, en við það yar ekki komandi. Fóru svo livort sína leið. Veðrið fór harðn- andi og enti með norðan kafalds snjóbyl. 1 Fjallsel fréttist af ferð Guðrúnar eftir þeim Gunnari og samfylgdarmanni hans.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.