Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1947, Side 16

Eimreiðin - 01.07.1947, Side 16
168 ÆVINTÝRIÐ UM INDLAND eimrexðin sanngildi trúarbragða Hindúa, og hann lét vígjast til liins tigna embættis síns samkvæmt ævafornri helgivenju trúbræðra sinna. Æðsti maður heilagrar reglu meinlætamanna Hindúa, Sri Ambla- vana Desigar, taldi sjálfsagða skyldu sína að sjá um, að fyrsti indverski forsætisráðlierra alindverksrar stjórnar lilyti tákn mátt- ar síns og víxlu til starfs síns frá heilagri reglu Hindúa, sem Desigar veitti forstöðu. Frá Tanjore á Suður-Indlandi komu tveir sendiboðar á fund Nelirus og með þeim frægasti ieikari Suður- Indlands á indverska flautu. Hljóðfæri þetta, sem nefnist riaga- saram, er ævafornt. Sendiboðar tveir frá Sri Amblavana óku að kvöldi 14. ágúst hægt og liátíðlega til lieimilis Nehrus. Á nakin brjóst þeirra og enni liafði verið borin heilög aska, vígð af Shri Amblavana. Fyrir þeim gekk píparinn frægi. Hann staðnæmdist öðru livoru, settist á jörðina og lék á flautu sýia, svo sem fimm mínútur í senn. En með honum var förunautur, sem har stóran silfurbakka, en á honum lá helgur dúkur, pithambaram, gerður af fegursta silki og gullsaumaður. Skrúð- gangan staðnæmdist fyrir utan lieimih Nelirus, en að boði hans gengu sendi- boðarnir hægt og liátíðlega inn, undir blaktandi blævængjum, sem tveir dreng* ir veifuðu yfir höfðum þeirra. Annar sendiboðinn bar veldissprota úr gulli, fimm feta langan og tveggja þumlunga þykkan. Haiin stökkti vígðu vatni yfir Nehru og núði liinni heilögu ösku á enni hans. Þvínæst vafði liann dúknum pithambaran utan um Nehru og rétti honum veldissprotann. Ennfremur var Nehru látinn neyta soðinna hrísgrjóna, en þeim hafði um morguninn verið fórnað, í Suður-Indlandi, gyðjunni Nataraja, og þau síðan flutt í flugvél til Dellii. Síðar um kvöldið fór önnur helgiathöfn fram í garðinum við hús forseta stjórnlagaþingsins. Þar liafði verið reist musteri ur trjám og laufi. Undir grænu laufþaki þess logaði helgur eldur, og við ehlinn stóð Brahma-prestur, sem stökkti vígðu vatni a forsætisráðlierrann og aðra ráðherra í nýju stjórninni, svo og

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.