Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1947, Page 24

Eimreiðin - 01.07.1947, Page 24
EIMREIÐIN Bylirngamaður. Smásaga eftir Hákon stúdent. Þegar ég vaknaSi, leit ég út um gluggann. Himinninn var jafn •.skafheiðríkur og hann hafði verið undanfarna tíu daga. Glaða- sólskin. Klukkan var tæplega sjö. Ég snaraði mér í fötin. Svo gekk ég inn í eldhúsið til að fá mér morgunliressingu. Tveir kaupamannanna voru komnir þangað á undan mér. ICaffið angaði í bollunum þeirra. Feiti hundurinn, liann Nero gamli, var eitthvað að snuðra undir eldhúsbekknum. Jörundur kaupamaður kastaði kveðju á mig. Hann lieilsaði mér glaðlega eins og vanalega. Jörundur var klæddur eins og þegar ég liafði séð hann fyrst um vorið, í Ijósri skyrtu, vestislaus og í þunngerðum buxum. Hann var með livítt kaskeiti á höfðinu. Það hallaðist dálítið glannalega, á sjómannavísu. Jörundur svalg kaffið áfergjulega og bruddi sykur með. Allt í einu minntist ég þess, að það var að ganga leiðinleg magaveiki í sveitinni — og á þessu lieimili líka. Jörundur liafði horið sig illa síðari hluta dagsins áður og verið ókyrr á enginu. Ég spurði liann, hvernig honurn hefði liðið í nótt. Jörundur setti bollann frá sér, ýtt1 kaskeitinu enn meira út í annan vangann og anzaði í hróðuguiu tón: Minnstu ekki á það — sex sinnum, maður! Við Jörundur urðum samferða á engjarnar, þær voru um það bil tuttugu mínútna leið frá bænum. Engjarnar, sem svo voru kallaðar, lágu í skeifumynduðum krók milli hárra grjóthóla, sléttar eins og borðplata og túnræktaðar. I einum grjóthólnurn var stór gryfja. Þar hafði verið tekið efni til vegagerðar. Fyrst í stað töluðum við lítið saman, en lötruðum veginn með lirífur okkar í hendinni. Það var líkt og við værum kvíðnir fynr deginum. Mikið liey var í föngum eða flatt. Það lilaut að verða strangur dagur. — Það verður heitt í dag, sagði ég, líkt og ég væri að hugsa upphátt. — Heitt! Ég held það megi skína í horngrýtis heyið. Mér er

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.