Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1947, Side 58

Eimreiðin - 01.07.1947, Side 58
210 ÍSLAND 1946 EIMREIÐIN etarfi þess 6é enn hörmulega lítill. Fjárhagsáætlunin fyrir tíma- bilið 1947—’43 nemur 40 millj. dollara. Viöskipti. Heildartölur inn- og útflutnings síðustu fjögur árin voru þessar: Innflutt: Útflutt: 1946 ........................ 443,3 millj. kr. 291,4 millj. kr. 1945 319,8 — — 267,5 — — 1944 ......................... 247,5 — — 254,3 — — 1943 251,3 — — 233,2 — — Verzlunarjöfnuður ársins 1946 varð þannig óhagstæður um 151,9 millj. kr., eða nálægt þrefalt óhagstæðari en árið áður. Mesta viðskiptaland okkar á árinu var, eins og áður, Bretland. Innflutningurinn þaðan nam 164 millj. kr., en útflutningur þangað 105,7 millj. kr. Næst komu Bandaríkin með 111,3 millj. kr. inn- flutning, en út fluttar vörur þangað námu aðeins rúmum 38 millj. kr. Önnur viðskiptalönd vor á árinu voru Norðurlönd, Belgía, Frakkland, Grikkland, Holland, Irland, Italía, Portúgak Rússland, Spánn, Sviss, Tékkóslóvakía, Brasilía, Kanada, Vene- zuela o. fl. Innieignir erlendis námu í árslok 1946 216,7 millj* kr., en í árslok 1945 467,3 millj. kr. Af þessum 216,7 millj. kr. voru aðeins tæpar 32 millj. kr. handbærar til greiðslu í öðru en nýbyggingarvörum, en afgangurinn bundinn á nýbyggingarreikn- ingi. Nýbyggingarráð og viðskiptaráð starfaði áfram á árinu með svipuðu fyrirkomulagi og áður. Á árinu voru þessir viðskiptasamningar við erlend ríki gerðir: 1. ViSskiptasamningur viS finnsku stjórnina undirritaður 4. dez- ember 1945, er skyldi gilda til ársloka 1946. 2. Viðskiptasamn- ingur viS Tékkóslóvakíu, undirritaður 28. febrúar 1946 og síðar framlengdur til júníloka 1947. 3. ViSskiptasamningur viS SvíþjóS í maí 1946, er skyldi gilda til ársloka 1947. 4. ViSskiptasamnitiguf viS ráSstjórnina í Moskva, undirritaður 27. maí 1946. 5. ViSskipta' samningur viS Frakkland, undirritaður 15. júní 1946, sem gilda 6kyldi til 30. júní 1947. 6. Samningur viS Pólland í nóvember og dezember 1946 um sölu á ull og gærum, sem greiðast skyldi með kolum. „Gj afaböggla“-farganið náði hámarki á árinu 1946, en á þann hátt er talið mjög líklegt, að allmiklu fé hafi verið komið undan

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.