Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1949, Blaðsíða 16

Eimreiðin - 01.01.1949, Blaðsíða 16
8 MÁLAGJÖLD EIMREIÐIN maka eins og menn sjá eftir og syrgja góðan föður, hvorki meira né minna. Það varð talsverð breyting um liríð, en engin æsandi umskipti frá ljósi til myrkurs, frá gleði til sorgar, og fljótlega komst allt í nýjan, rólegan farveg í kaupmannshúsinu í Nausta- vík. Hermann Sighvatsson tók við stjórn verzlunarinnar og út- gerðariunar. Atorkumaður og tryggðatröll, þessi litli, fátalaði og duli maður, sem átti þá einu, heitu ósk, að þjóna liúsbændum sínum, og þá einkum frú Bergdal, af trú og dyggð. Sumum datt í hug, er árin liðu, að luin myndi giftast honum — en, nei — það var allt of skoplegt að hugsa sér það, að þessi litli og mjög svo einkennilegi, ófríði maður vrði eiginmaður hinnar stórglæsi- legu frú Bergdal. Og svo kom Sveinbjörn Sumarliðason til sögunnar, eitt haustið, liár og föngulegur, alvarlegur á svip, en þó ræðinn og skemmti- legur, spilaði vel á hljóðfæri, orgel, píanó og ekki ólaglega á mandólín, söng vel og kunni að beita röddinni. Þar að auki var hann íþróttamaður, góður sundmaður, er fór í sjó, þótt svalt væri í veðri, skíðamaður, er mörgum leiðbeindi í þeirri íþrótt, og ágætur skautamaður. Með liægð tókst honum að fá frii Bergdal til þess að fara að læra á skautum. Og að sjálfsögðu var hann kennarinn, þar eins og annars staðar. — Þér eruð sannarlega góður kennari, sagði frúin fyrsta kvöldið, er þau gengu heim að Hólshúsinu, eftir skautaferðina. — Jafnvel okkur, gamla fólkið, getið þér fengið til að fara að læra eittlivað nýtt! — Mér er auðvitað ekki kunnugt um aldur yðar, frú Bergdal, svaraði hann, — en dugnaður yðar á skautum, svona í fyrsta sinn sem þér reynið, virðist ekki benda á það, að þér séuð of gömul fyrir þá liollu og góðu íþrótt. Og það varð orð að sönnu, frú Sigrún Bergdal lærði að fara á skautum, undir ágætri handleiðslu kennarans, sér til mestu ánægju. Þannig hófst hið nána samband milli þeirra, á glærum og glerhörðum ísum í frosti og tunglskini. Og er á veturinn leið, kom það oftar og oftar fyrir, að hann leit inn í kaupmannsliúsið að lokinni kennslu í skólanum. Stundum hafði hann þá mandó- línið með sér, eða lék á píanóið og raulaði með sinni djúppi og hljómfögru (rödd, er hann liafði þjálfað til> hins, ítrasta, raulaði angurvær og blíð þjóðlög og ástasöngva. Hann kunni vel við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.