Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1953, Blaðsíða 30

Eimreiðin - 01.01.1953, Blaðsíða 30
18 1 MJÖAGILI EIMREIÐIN köfum og þurrkaði mér um ennið á treyjuerminni. Þetta vissi ég, að gangnamenn þurftu yfirhöfuð að gera, áður en þeir mega mæla, — og alveg sérstaklega þó brúnamenn. — Heldurðu að við höfum skilið nokkuð eftir? spurði hún, en hreyfði sig ekki af steininum. Mér sýndist henni mundi vera kalt, enda var hún glænæpulega búin, í gisinni peysu, fleginni skyrtu og bláum buxum eins og ég, en senni- lega einum fata, því að skálmarnar sýndu svo örgranna fót- leggi. — Ég held ekki, svaraði ég spurningu hennar og stakk höndum undir smekkinn til að geta þreifað á nestinu. — Þeir koma sjálfsagt ekki nærri strax að framan. Ætli það sé ekki bezt að fá sér bita. — Bita? Hefurðu nesti? spurði hún af augljósum áhuga fyrir málinu og stóð upp af steininum. — Ég hef ekkert með mér. — Þá gef ég þér bara af mínu. Ég hef heilan kjamma, svaraði ég og gerði mig miklu hærri við hlið hennar en efni stóðu til. — Heilan kjamma! Það er meira nestið, sem þú hefur, sagði hún, og það komu svolitlar hrukkur í kinnar hennar, sem áttu víst að tákna bros. Annars sá ég ekki betur en hún væri með vesældardropa á nefinu. — Það hlýtur að vera skjól niðri í gilinu, við förum þangað. Við sjáum strax ef það fer að renna að framan, sagði ég og gerði mér ljósa grein fyrir forustuhlutverki mínu. Gilið er mjótt, eins og nafnið bendir til. Það er gróður- laust að kalla barma milli, en ofantil eru skáhallir kletta- stallar í hlíðum þess, og í stöku stað hefur mosagróður náð haldfestu neðan við þá og myndað mjóa geira í .skorum milli klettanna. Við leituðum uppi stað, sem sameinaði þarfir okk- ar undir þessum kringumstæðum: veitti okkur skjól fyrir morgunkalanum, en lokaði þó ekki fyrir útsýni á syðri gil- barminn. Við settumst niður flötum beinum, gegnt hvort öðru, og höfðum veðursorfna og molnaða kletta að bakhjalli. f fábreytni þessarar klettaskoru komst ég ekki hjá þvi að veita stúlkunni nánari athygli en ég áður hafði gert, þegar fundum okkar bar saman, og ég kemst ekki heldur hjá því
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.