Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1953, Blaðsíða 50

Eimreiðin - 01.01.1953, Blaðsíða 50
38 FUNDUR PÁSKAEYJAR EIMREIÐIN svo frá, að landsmenn væru mjög vel klæddir, fatnaði i alls konar litum, og að þeir sýndu mörg merki þess, að við skyldum ganga á land, en fyrirskipunin var, að við gerðum það ekki, ef ske kynni að Indíánarnir væru fjölmennir fyrir. Ennfremur þóttust nokkrir sjá, að sumir hinna innbornu manna bæru silfur- plötur í eyrum og perlumóðurskraut um háls. Um sólsetur héldum við inn á milli skipanna Thienhoven og The African Galley, sem þegar höfðu lagzt, og létum akkeri falla, dýpi 22 faðmar, kóralbotn, fjarlægð milufjórðungur frá ströndinni, austuroddi eyjarinnar í austur til suðurs, vesturodd- inn í vestur-norðvestur frá okkur. [9. apríl] Mikill fjöldi kanóa kom út að skipi. Hjá þessum mönnum kom í ljós í þetta skipti mikil ágirnd á öllu því, er þeir sáu, og þeir voru svo djarfir, að þeir tóku húfurnar af höfði manna og hlupu fyrir borð með ránsfenginn; því að þeir eru afburðagóðir sundmenn, eins og kom í ljós á því, hve margir þeirra komu syndandi úr landi út að skipinu. Einn eyjarbúi klifraði líka frá kanó sínum inn um káetu- gluggann á The African Galley, sá þar dúk á borði, og með því að hann hugði þetta vera verðmætt herfang, rauk hann burtu með dúkinn; maður varð því að hafa sterka aðgæzlu á öllum hlutum. Ennfremur var flokkur manna, 134 talsins, skipulagður til rannsókna, í því skyni, að við gætum gefið skýrslu um þessa ferð okkar. [10. apríl] Lögðum upp um morguninn á þremur litlum bátum og tveimur stærri, 134 manns, vopnaðir handbyssum, skammbyssum og sverðum. Þegar komið var að ströndinni, var bátunum lagt hlið við hlið fyrir akkeri, 20 menn skildir eftir í þeim, vopnaðir eins og áður getur, og áttu þeir að gæta bátanna. Báturinn frá The African Galley var auk þess útbúinn tveimur langdrægum byssum í framstafninum. Eftir að bátunum hafði verið komið þannig fyrir, héldum við á land þétt saman, klifruðumst yfir klettana, sem þar voru þéttir niðri á ströndinni, héldum inn á sléttlendið þar fyrir ofan, gáf- um eyjarbúum, sem þjöppuðust að okkur, merki með höndun- um, að þeir skyldu víkja frá, gefa okkur svigrúm. Þegar hér var komið, var fylkt liði, og voru skipstjórarnir þrír, Koster, Bouman og Rosendaal, hver fyrir flokki sinna skipverja-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.