Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1953, Blaðsíða 60

Eimreiðin - 01.01.1953, Blaðsíða 60
48 AÐRAR DÚFUR eimreiðiN Mér virðist steggur þessi harla léleg persóna. Hann hefur sannarlega ekki grætt á því að losa sig við persónuleikann! En þó virðist hann hyggja, að með því hafi hann hlotið fyllsta frelsi og geti því hugsað og hagað sér eins og honum sýnist. Það er ekki snefill af sönnu stolti og glæsimennsku í fari hans. Hann hefur hvorki ábyrgðarkennd né sómatilfinningu gagn- vart ungu konunni sinni! Ég tel, að hann sé durtur og mesti ruddi, sem alls ekki á þessa ungu ást skilið! Einn daginn sitja þau bæði í sólbaði á skáþakinu gegnt glugg- anum mínum. Hún er blíð að vanda, en hann sami durturinn. Skyndilega og óvænt kemur mislit dúfa svífandi létt og glæsilega og skákar sér niður hjá þeim. Hún minnir eilítið á „dúfurnar mínar“ að litarapti, en skortir þó tign og fegurð á við þær. Hún virðist einmana flugfreyja, ung ekkja eða yngismey á geim- flugi í leit að lífsflugnaut. — Hún lítur hýrt til durtsins og nálgast hann kurteislega, en sigurvænleg. Og nú er hann ekki seintekinn! Steggurinn réttir úr sér. Hann fettir sig og brettir og fer óðar á stúfana og stjáklar kringum gestinn með bugti og beygingum. Hann hneigir sig og reigir. Og óefað segir hann eitthvað á þessa leið: „Heilar og sælar, ungfrú góð! Lítið þér bara á mig! — Ég er svei mér skollans mikill karl, skal ég segja yður! — Kvæntur? — Hja-a? Bæði já og nei. — Hvað skal segja. — Hún þarna er alveg að deyja af ástasorgum, — og ég verð því einstöku sinnum að miskunna mig yfir hana. — En það er svo sem ekki hin mikla, háfleyga, fiðraða ást okkar á milli, sem kviknar við fyrstu sýn og flugtak, eldheit og sterk og brennur, brennur eins og, eins og, — já, þér skiljið eflaust, hvað ég á við, ungfrú góð? — Jafnvel lífsreyndum dúfustegg verður auðveldlega orðaskort- ur á slíkum æsihrifni-flugleiðum ástarinnar!11 Þannig rausar hann látlaust. Og sviksemin og tryggðarofin drjúpa af honum í hverri hreyfingu hans, öllu fasi hans og lát- bragði. — Bannsettur persónuleysinginn þinn! Þetta er þá þitt fullkomna frelsi! — Jú, jú! — Og aðkomudúfan þarf eflaust ekki lengi að bíða né hafa mikið fyrir lífinu, fyrst þú ert ekki óframfærnari en si sona, rétt frammi fyrir augunum á eigin- dúfu þinni!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.