Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1953, Blaðsíða 84

Eimreiðin - 01.01.1953, Blaðsíða 84
ÍSLENZK FORNRIT, XXVIII. bindi: Heimskringla III. Rvk 1951 (HiS íslenzka fornritafé- lag). Ólafs saga helga tók upp allt II. bindi Heimskringlu i útgáfu Forn- ritafélagsins, og kom það bindi út árið 1945. Fjórum árum áður hafði komið út I. bindið, svo sem getið er í Eimr. 1942. Haustið 1951 kom svo út III. og siðasta bindi þessa nafn- fræga rits Snorra Sturlusonar, og má með sanni segja, að Hið islenzka fornritafélag — og sá, er séð hefur um verkið, Bjarni Aðalbjarnarson, — hafi unnið stórvirki, þar sem er þessi vandaða og prýðilega útgáfa þessara fornu frésagna, er Snorri lét rita „um höfðingja þá, er riki hafa haft á Norðurlöndum", svo sem hann segir sjálfur í prologus sinum. 1 þessu 3. og síðasta bindi Heims- kringlu eru sögur Noregskonunganna Magnúss góða, Haralds Sigurðssonar, Ólafs kyrra, Magnúss berfætts og sona hans, Magnúss blinda, Haralds gilla og sona hans -—- og loks saga Hákonar herðibreiðs og Magnúss Erlingssonar. Síðan eru ætta skrár og nafna, mynd- ir og kort, en að bindinu ritar út- gefandi itarlegan formála, sem tekur yfir 112 bls. Snorri Sturluson ólst upp hjá Jóni Loptssyni í Odda, sem átti að móður Þóru, dóttur Magnúss berfætts Nor- egskonungs. í Odda kynnist Snorn frásögnum af lifi ættfeðra þessarar móður fósturföður síns, og er ekki ólíklegt, að þar hafi fyrst þroskazt með honum sú hugmynd að rita sögu þeirra. Sjálfur var hann í ætt við suma þá menn, sem koma við sögu Noregskonunga. Sjálfur verður hann vinur Skúla jarls, eftir að hann sækir hann heim í Noregi. Sjálfur gerist hann og lendur maður Hákonar kon- ungs. Hann er kunnugur Noregi og norsku hirðlífi og stendur því vel að vigi að rita Heimskringlu, enda hefur hann með þeirri bók og Eddu sinni reist sér þann minnisvarða í musteri bókmennta og sögu, að livorki Hómer Grikkja, Horatius Rómverja né aðrir skörungar fornbókmenntanna standa honum framar að frægð. Af Islenzkum fornritum eru nu komin út 12 bindi, þótt ekki séu þau í þeirri röð skráð. Þannig er þetta 3. bindi Heimskringlu það 28. í safninu- Nýtt bindi mun væntanlegt á þessu ári: Njálssaga. Aldrei hefur é Islandi sézt jafn vönduð útgáfa fornrita vorra og þessi. Hún er hvort tveggja í senn: alþýðleg og vísindaleg. Formálarnir, sem fylgja hverju bindi, eru stórfróð- legar ritgerðir. Og orðaskýringarnar neðanmáls eru hrein gullnáma fyrir alla, sem íslenzkri tungu unna, þó að deila megi um þær sumar. Hvert nýtt bindi er dýrmæt viðbót við þau,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.