Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1953, Page 51

Eimreiðin - 01.10.1953, Page 51
eiMreiðin HÚN AMMA MlN 287 áhyggjur út af sér, mun hafa vitað að hverju fór og tók því með rósemd og trúnaðartrausti. Kristján læknir Kristjánsson var sóttur til hennar eitt sinn og lét hana hafa »róandi meðal“, sem hann nefndi svo. Önnur meðöl notaði arnma mín ekki á þessari síðustu undirbúningsferð sinni til heimanna handan við gröf og dauða. Svo atvikaðist, að ég var einn við beð ömmu minnar, er hún kvaddi þenna heim. Piltar voru að slætti úti á engjum °g enginn í baðstofunni nema þegar fylgzt var með líðan °mmu öðru hvoru af þeim, sem heima voru. Hún vildi ekki láta fólk sitja yfir sér, sagði sér líða vel og engin hætta á ferðum. „Yfir mér er vakað,“ sagði amma, „og verið þið alveg róleg“. Hún taldi þetta svo sjálfsagðan hlut, að um það þyrfti ekki að ræða. Og þar við sat. Ég kom til hennar upp úr hádeginu og settist á stólinn Vlð gluggann hjá rúminu hennar. Ég sé hana ljóslifandi fyrir IT|hr enn í dag. Hún var orðin mögur og tekin, en augun v°ru skær og ljómandi. Mögur höndin hvíldi ofan á sæng- mni. Amma mín lyfti henni með erfiðismunum, strauk mér um vangann og sagði eitthvað í lágum hljóðum, sem ég ekki heyrði. Ég laut ofan að henni og greindi orð hennar, bæn fyrir ástvinunum, sem hún var að kveðja. Hún lyfti höfðinu htið eitt frá koddanum um leið, og létt andvarp leið frá hrjósti hennar. Svo hné höfuðið út af á koddann, og amma mín var ekki lengur meðal lifenda þessa heims.--------- Það er erfitt að skrifa um ástvini sína og erfiðara en um aht annað. Slík skrif verða aldrei nema svipur hjá sjón. Mér finnst ég hafa gert minningunni um ömmu mína léleg skil, ^aiklu lélegri en hún verðskuldar. Ég hef minnzt aðeins á örfátt af því, sem ég unni og ann i fari hennar og aldrei Sleymi. Ég hef aðeins lagt áherzlu á eitt einasta atriði í hennar alhliða umönnun fyrir okkur börnunum á bænum: afdrifaríka viðleitni hennar, sem algerlega birtist sjálfkrafa °g af innri þörf, til þess að opna augu okkar fyrir gæsku °g handleiðslu guðs og hans góðu vætta, fyrir helgidómum hfsins, náttúrunnar umhverfis okkur og auðlegð þeirri, sem hvorki mölur né ryð fær grandað. „Þú mátt ei trufla aftan- sðng álfanna þar,“ eru boð ömmunnar hjá Guðmundi skáldi

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.