Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1953, Page 58

Eimreiðin - 01.10.1953, Page 58
294 KALlGÚLA OG MUSTERIÐ I JERÚSALEM eimreiðin því í móti. Þetta ritaði hann Kajusi meðal fjölda annarra hluta, er allir áttu að telja honum hughvarf og reyna með öllu móti að fá hann ofan af því að láta tugþúsundir manna ganga iðju- lausa í örvæntingu. Og ef þeir væru drepnir (því að án ófriðar létu þeir ekki óvirða lögmál sitt og helgidóm), missti hann allan skatt frá þeim, og hlyti auk þess bölvun allra um aldir. Auk þess hefði Guð þeirra tekið fast í taumana með þeim og það svo, að ekki yrði efast um. Þetta gerði nú Petróníus. VII. En Agrippa konungur bjó um þessar mundir í Rómaborg og komst í innilegri og innilegri vináttu við Kajus. Og eitt sinn bauð hann keisaranum til kvöldveizlu, og lagði sig fram um að taka öllum öðrum fram, bæði að veitingum og öllu því, er Kajusi mætti bezt getast að. Já, svo langt skaraði hann fram úr öllum öðrum í þessu efni, að jafnvel keisarinn gat ekki jafnazt á við hann, hvað þá komizt fram úr honum (svo mikla alúð hafði hann lagt við undirbúning allan og svo miklu til kostað, til þess að vera öllum öðrum fremri og ávinna hylli Kajusar). Kajus dáðist mjög að kurteisi hans og höfðingsskap, að hann skyldi leggja sig svo allan fram honum til heiðurs og ánægju, jafnvel fram yfir það, sem hann hafði efni á, og nú vildi hann með engu móti standa Agrippu að baki að örlæti og vinarhótum. Því var það, að þegar Kajus var orðinn vel hreifur af víni og í betra skapi en venjulega, drakk hann Agrippu til og mælti: ,,Ég hef lengi vitað, hve mikla lotningu þú berð fyrir mér og hve einlægur vinur minn þú ert. Það sá ég bezt, er þú settir sjálfan þig í mikla hættu af þeim sökum, meðan Tíberíus sat að keisarastóli. Og engan hlut hefur þú nú til sparað til þess að sýna hugarþel þitt til vor, jafnvel fram yfir getu þína. Nú væri það lítilmannlegt af mér, ef ég léti þig komast fram úr mér að velgjörðum. Ég vil því endurgjalda þér að fullu allt það, sem þú hefur fyrir mig gjört og á hefur brostið af minni hálfu. Því að allt það, sem ég hef veitt þér fram að þessu, og gjafir geta heitið, er ekki nema smáræði. Allt, sem þú vildir óska þér og þér mætti til ánægju verða, stendur þér nú til boða, og það skal þér veitt verða með gleði, eins langt og vald mitt nær.“ Þetta mælti Kajus við Agrippu og þóttist viss um, að hann myndi fara fram á stórt land til yfirráða eða tekjur af ákveðnum borgum. En þó að hann hefði áður ráðið við sig, hvaða ósk hann

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.