Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1953, Síða 66

Eimreiðin - 01.10.1953, Síða 66
302 MÁTTUR MANNSANDANS eimreiðin hærri sviðum. Rannsóknir mínar staðfesta þó, að allt sem Ritn- ingin hefur um þau að segja, er rétt. Endurkoma Drottins vors, sem þar er boðuð, táknar þau miklu tímamót, þegar vér fáum skynjað þau svið, þar sem allir þeir dvelja, sem héðan af jörðu eru horfnir. Þegar sá dagur kemur, munu áhrif blindra leiðtoga blindra, sem nú vaða uppi í höfuðbólum menningarinnar, þurk- ast út, en þeim blindu leiðtogum lýsti Jesús sjálfur fyrir tvö þúsund árum sem kölkuðum gröfum, . . . hræsnurum, . . . blind- um leiðtogum, . . . trúskiptingum, . . . nöðrukyni, og fór um Jiá orðum sem þessum: Þér blindir leiðtogar, sem síið mýfluguna og svelgið úlfaldann,.....þegar þú þvi gefur ölmusu, þá lát ekki blása í básúnu fyrir þér eins og hræsnararnir í samkundu- húsunum og á strætunum, til þess að þeir hljóti lof af mönn- um, . . . þér lokið himnaríki fyrir mönnunum, o. s. frv. Hvað felst í þessum áfellisdómum? Hvorki meira né minna en það, að þeir andlegir leiðtogar, sem fjötraðir eru í kreddur og sértrúarviðjar, eru ahra manna óðfúsastir á að gleypa úlfalda fáfræðinnar í afstöðu sinni til hins æðra ósýnilega heims, sem alls staðar umlykur oss. En Jesús sagði: „I húsi föður mins eru margar vistarverur . . .“ Svo er og í sannleika, og hliðin að þeim vistarverum eru opin öllum, sem leita og knýja á. Hvergi er hinu hlutlæga eðli þessara vistarvera lýst betur en á táknmáli Opinberunar Jóhannesar. Öll reynsla mín af sálræn- um rannsóknum styrkir þá skoðun, að vitranamaðurinn, sem reit þá bók, hafi gert það í leiðslu eða undir áhrifum æðri mátt- arvalda og hafi i því ástandi kannað ókunnar víðáttur alvitund- arinnar. Það er ekkert óguðlegt eða rangt við þessa skoðun, því að öll erum vér börn guðs og höfum því sem slík rétt til að leita að þeim „mörgu vistarverum“, sem Jesús talaði um, og ganga þangað inn, ef vér finnum einhverjar þeirra. Vér getum þakkað það handleiðslu hinna miklu leiðtoga úr Austurlöndum, svo sem Thibet, Persíu, Arabíu, Egyptalandi, Indlandi og Kína, að oss er að takast að hefja oss upp úr yfirborðsmennsku vest- rænnar sálarfræði, brjótast í gegnum blekkingar skynheimsins og koma auga á þau sannindi, sem höfundur Opinberunarbókar- innar er að boða. Hann sýnir oss framtíðina eins ljóslega og hið liðna og skráir þar örlög mannanna, þau örlög, sem þeir hafa að nokkru leyti sjálfir valið sér. Þetta sá opinberarinn i
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.