Alþýðublaðið - 11.06.1923, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 11.06.1923, Blaðsíða 1
Gefið út af Alþýðaflokknnm 1923 Mánudaginn 11. júní. 129. tölublaft Erlend símskejti. Tóm steinolíuföt utan af landi kaupum vér á 8 kr. hingað komin, gegn greiðslu við móttöku (með póstkröfu). — Hér í bænum kaupum vér fötin sama varði og sækjum þau til seljanda og greiðum andvirðlð samstundis. — Hringið í síma 262. Hf. Hrogn & Lýsi - Reykjavík. Khöfn, 6. júni. Stefnuskrá Frakka og Belgja. Frá París er símað: Poincaré og fleiri ráðherrar háfa í Brússel ráðgast um meginstefnuna í stjórnmálaframferði Frakka og Bslgja og orðið samhuga um áð verða ekki á brott út Ruhr- héruðunum fyrr en Þjóðverjar hafa greitt skuld sína við þá til fulls. Samningar verða ekki upp teknir við E>jóðverja fyrr en þeir hafa gefið upp hina óvirku mót- spyrnu sína. Belgir skulu reyna áð koma sáttum á milli Frakka, Englendinga og ítala. fýzka genglð lækkar enn. Frá Hamborg er símað: Yfir lýsingin frá Brússel hefir valdið nýrri hækkun á erlendum gjald- eyri. Kostar doliar nú 80 þús, sterlingspund 370 þús. og dönsk króna 15 þús. marka. Logtak kjá Krupp. Frá Koblenz er sfmað: Frakkar háfa tekið málmsmiðjur Krupps þær, er eftir voru, og halda þeira, unz hann hefir greitt 20 milljarða marka, er hann skuldar í kolatoll. Khö'n, 8. júní. Skýringar þjóðverja. Frá Berlín er símað: Banda- menn tóku í gær við orðsend- ingu frá Þjóðverjum, og er hún til viðauka og skýringar á síð- a ta skaðabótatilboði þeirra. Er þar lögð áhorzla á fúsleik Þjóð- verja til áð ganga að úrskurði alþjóðadómstóis í skaðábótamái- ijju. Boðin ©r fram trygging fyrir greiðslu á einum milljarð gull- marka árlega, og annist helm- inginn rfkisjárnbrautirna’r, er gerð- ar séu að sjálístæðu iyrirtæki, en hinn helminginn iðnrekendur og bankar. IJndirtektir handamanna. Frá París er sfmað: Orðsend- ing Þjóðverja þykir algerlega ótæk, með því að ekkert sé í henni um að hætta hinni óvirku mótspyrnu. Lundúnabiöðin fara langt um vægari orðum um hana. Khöfn, io. júnf. Friðarvonir tjóðverja. Frá Berlín er símáð: Menn vænta þass, að Englendingar sjái ráð til þess að taka upp samn- inga og fá kómið á vopnahléi í Ruhr-héruðunum, >Vorwárts< (að- alblað jafnaðarmanna) virðist vera að greiða fyrir því, að hætt verði hinni óvirku mótspyrnu. Eftirlit með tjóðverjnm. Frá París er símað: Sendi- herraráðstefnan hefir samþykt, að bandamenn taki aftur upp eftirlitsstarfsemi með Þjóðverjum. Sérfriðnr við Tyrki. Frá Aþenu er símað: Fulltrú- um Grikkj 1 í Lausanne hefir verið veitt umboð til að semja sérfrið við Tyrki, en þó að eins með ráði bandamanna. Khöfn, 10. júní. Stjórnarhylting í Búlgarín. j Frá Soffu er símað: Varaliðs- foringjsr hafa með samtökum steypt stjórninni af stóli og fang- elsað ráðherrana. Ný stjórn hefir verið mynduð af öllum andstöðu- flokkunum nema sameignarmönn- um. Kyrt er í landinu. Bretar og tilboð Þjóðverja. Eftir því, sem blaðið >Times< hermír, álíta enskir fjármálamenn, að tilboð Þjóðverja sé gert af fullkorainni einlægni; bjóði þeir eins mikið og þeir geta mest látið. Er þess krafist, að et út um þúfur fari, að bandamenn geti komið fram sameiginlega í raálinu, þá fhugi brezka stjórnin, hvort Bretar geti eigi gert frið- arráðstafanir á eigin hönd. Stjórn- málaraenn í Bandaríkjunum og á Ítalíu eru sammála Englend- ingum í áliti þéirra á tilboðinu. St. Fraintiðin heldur síðasta fund sinn fyrir sumarfríið í kvöld á venjulegum tíma og stað. Fólag- ar mæti sem flestir til að gera hann skemtilegan. Knattspyrnumótið. í kapp- leiknum milli >Fram< og >Vík- ings< á föstudagskvöldið vann >Fram< með 2 mörkum móti 0. í gærkvelði kepptu >Ya]ur< og >Vikingur< og urðu jafnir, 2 mörk hjá hvorum. Gullfoss fór í gær til útlanda,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.