Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1954, Blaðsíða 29

Eimreiðin - 01.07.1954, Blaðsíða 29
eimreiðin ÍSLENZKAR NÚTÍMABÓKMENNTIR 181 það mikiS af sjálfum sér í verk sin, að rétt sé að taka þá alvar- lega, eða blátt áfram vegna þess, að mér hefur sézt yfir þá. Einhvers staðar varð að setja takmörkin. Séu skáldrit þau, sem hér hafa verið nefnd — og raunar mörg fleiri — lesin af alúð °g dæmd óhlutdrægt, verður því ekki neitað, að í þeim speglast aldarfar þessa tímabils í ótal myndum, hvað sem listrænum vinnubrögðum kann að vera áfátt í einstökum atriðum. Þar er að finna áframhaldandi þróun fornrar arfleifðar, ólgu nýs tíma, hræringar, sem stefna fram á við. Margt er þar misheppnaðra hlrauna, en einnig talsvert af skemmtilegri dirfsku og mikilli snilld, hvort sem um er að ræða það, sem nefnd eru hefðbundin form og þjóðlegur andi eða nýjungar að efni og stíl, er sízt má lasta. En formælendum nýjabrumsins gleymist þó oft, að fæstir þeirra „isma“, sem hingað hafa borizt, hafa náð miklum þroska, þó að festi rætur í bili. Þegar bezt lét, kunna þeir að hafa aukið nokkuð á fjölbreytni íslenzks bókmenntagróðurs, litbrigði hans °g ferskleika, en oft minnt á þangið, sem er hvorki gætt rót né angan. Svo rammur er safi og mikil seigla þess bókmennta- gróðurs, sem háði hér baráttu fyrir tilveru sinni frá upphafi vega, að enn mætti hann geta haldið velli um sinn, svo sem mnlend björk og víðir þola betur íslenzkt veður en flest aðflutt Þé og runnar. Að því er stundum vikið með ásökunarkeim, að marga yngri höfunda bresti ættjarðarást og hugsjónaeld eldri spámanna, nýju skáldin séu eins og reyr af vindi skekinn, þau tali ekki eins og sá, sem valdið hefur, þeim sé ekki treystandi til leiðsagnar. Má rera, að þeir, sem bera fram svona ásakanir, hafi nokkuð til síns máls. Þó gleymist þeim stundum eitt veigamikið atriði. Skáldin sem aðrir eru börn síns tíma. Það voru spámennirnir fornu og frægu líka. Hlutverk skálda eins og annarra lista- manna er að lýsa lífinu eins og það er. Annars væru verk þeirra ekki sönn list, heldur fölsuð. Sé þeim áfátt í siðferðilegum efn- urn, er það sök tíðarandans. Bresti þau trú á landið, framtiðina, guð, eiga þau sannarlega ekki sök á þeirri vöntun, heldur þessa heims ráðamenn, járngreipar þær og stálklær, sem hafa meiri krafta i kögglum en mjóir fingur þeirra, er halda um hörpu °g penna. Listamenn hafa það eitt fram yfir venjulegt fólk að skynja suma hluti næmar en það, tiilka þá betur en því er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.