Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1957, Page 23

Eimreiðin - 01.01.1957, Page 23
VIÐ ÞJÓÐVEGINN 7 AUir fulltrúarnir á fundinum voru einhuga um samþykkt, þar sem fordæmt var það gerræði Kadar-stjórnarinnar í Ung- verjalandi að banna samtök rithöfunda og hneppa forvígis- menn þeirra í fangelsi. Er það gleðilegt tíinanna tákn, að slík fordæming hlaut einróma samþykkt á aðalfundi Bandalags íslenzkra listamanna fyrir skömmu, og virðist það nú renna upp fyrir fleiri og fleiri íslenzkum listamönnum, að afstaða valdamannanna í kommúnistaríkjunum gagnvart bókmenntum og öðrum listum sé hvorki réttlát né æskileg. Mundi ekki ólík- legt, að höfundur bókarinnar Gróður og sandfok teldi betur seint en aldrei — og minntist fundar norrænna rithöfunda í Svíþjóð árið 1946, þar sem fulltrúi Félags íslenzkra rithöf- unda, Bjarni M. Gíslason, hafði einn íslenzku fulltrúanna, sem fundinn sátu, afstöðu, sem var hliðstæð þeirri, er nú kemur fram í samþykktum Rithöfundaráðs Norðurlanda og bandalags íslenzkra listamanna. ☆ Rithöfundurinn — hinn eilífi rithöfundur — karl eða kona, sem af fyllstu einlægni, eins og dauðinn standi fyrir dyrum, finnur sig knúinn til að gera grein fyrir árangrinum af hinni frjálsu leit sinni — slíkur maður, datt mér í hug, er, þegar alls er gáð, æði mikilvæg persóna. En hún er ekki til í Rússlandi. Að minnsta kosti verður maður hennar ekki var. Enginn spyr þeirrar spurningar, sem hún ber ávallt upp fyrir með- bræðrum sínum: Hvert stefnir? Stenska skáldkonan Anna Lenah Elgström aö lokinni Rússlandsför. Aðalfundur Bandalags íslenzkra listamanna mótmælir harðlega því gerræði ungverskra valdhafa að banna félagssamtök rithöfunda í Ung- verjalandi og hneppa forvígismenn þeirra í fangelsi vegna andstöðu við stjórnarvöldin. Fundurinn telur slikar aðfarir freklegt brot gegn mann- réttindaskrá Sameinuðu þjóðanna og lýsir yfir fyllsta stuðningi við ung- verska rithöfunda og listamenn hvarvetna í heiminum, sem ofsóttir eru vegna skoðana sinna. Samþykkt á aöalfundi Bandalags islenzkra listamanna 28. jan. s. I. Flutningsmenn tillögunnar voru: Einar Bragi SigurÖsson, Geir Kristjánsson og Thor Vilhjálmsson.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.