Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1957, Blaðsíða 20

Eimreiðin - 01.04.1957, Blaðsíða 20
92 EIMREIÐIN hann aldrei hafa staðið hjarta hennar jafnnærri og Steingrím- ur. Og sem einkunnarorð að kvæðasöfnum sínum báðum valdi hún vísuorð Steingríms. Af íslenzkum rithöfundum í óbundnu máli mat hún Einar H. Kvaran miklu mest. Ólöf fagnaði ætíð, þegar nýir menn komu fram á bók- menntasviðinu og var fljót að finna, hvar feitt var á stykkinu í þeim efnum. Naumast hafði hún heyrt nema örfá kvæði Davíðs Stefánssonar, er hún spáði honum skáldfrægð, og þegar fyrsta bók Kiljans kom út, sem flestum þótti lítið til koma, man ég, að hún lét þau orð falla, að þarna væri mikill rit- höfundur að ýta úr vör. Ádeiluskáldskapur lá fjarri huga Ólafar. Hefur hún fátt ort af því tagi. En hins vegar lét henni vel, ef svo bar undir, að senda hárbeitt skeyti af fíngerðu háði, sem ætíð hittu í mark. Sá er grunur minn, að sitthvað hafi hún ort af því tagi á yngri árum sínum, þótt ekki sé það fest á bók. En er aldur færðist yfir, vildi hún lítt halda slíku á lofti. Ríkur þáttur í ljóðum Ólafar eru náttúrulýsingar. Hún unni náttúru landsins, einkum þó hinum þýðu og björtu þáttum hennar. Og hún kunni að seiða mál náttúrunnar fram í strengi hörpu sinnar. Hver sér ekki hinn broshýra sólskins- dag að vori til og heyrir niðinn í lækjarseytlunum í vísunum um sólbráðina? Sólbráðin sezt upp á jakann, sezt inn í fangið á hjarni, kinn sína leggur við klakann kát eins og augu í barni. Seytlan úr sporunum sprettir, spriklar sem glaðasta skrýtla. Gutlandi litlir og léttir lækirnir niðr eftir tritla. Hún bar óvenju ríka lotningu fyrir lífinu og öllu, sem lifandi var, í hverri mynd sem það birtist. Og ég held hún hafi fundið líf í nær hverjum hlut f náttúrunnar ríki. Eða ef til vill voru náttúran í öllum sínum fjölbreytilegu mynd- um og lífið eitt og hið sama í hugarheimi hennar. Það voru ekki einungis dýrin og plönturnar, sem hún sá lifandi, heldur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.