Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1957, Blaðsíða 22

Eimreiðin - 01.04.1957, Blaðsíða 22
94 EIMREIÐIN lifði í sumrinu. Sjálf jólin gefa henni tilefni til þess, að rifja upp sumarið: Þótt dimmt sé núna og daufleg jól dimrn um brún og skallann, hugur júní sér þó sól og sumarbúnað allan. Júnísólin, hlýja og birta sumarsins, önn þess og athafnir verða jólagleði hennar og jólahugsun. Og þegar hún yrkir um sólstöðurnar í Sólskinsþulunni, einu fegursta og myndrænasta ljóði hennar, þá verður það leikandi ástarljóð um sólina og morguninn. SÖGUR OG ÆVINTÝRI. Ólöf hefur ekki ritað mikið í óbundnu máli, og er það tjón mikið, því að gædd var hún einstakri frásagnargáfu. Henni var eins og fyrr getur óblandin ánægja, eða öllu heldur lífs- nauðsyn, að segja öðrum frá því, sem hreif huga hennar. Hún vildi bæði fræða, en einkum þó láta aðra fá notið þess, sem hún sjálf naut. Engum hef ég kynnzt, sem eins kunni að segja frá. Þegar hún ræddi um áhugamál eða sagði frá því, sem hafði snortið hana, var eins og öll persónan breytt- ist. Augun leiftruðu og ljómuðu, það var eins og réttist úr bognu bakinu, og rómurinn, sem venjulega var veikur, varð sterkur og hljómmikill, og lék á öllum nótum eftir því sem frásögnin krafðist til túlkunar efninu. Orðavalið var ekki ákaflega mikið, en hver setning var hnitmiðuð, og oft féllu heilar eða hálfar setningar ósjálfrátt í stuðla. Hverri mynd- inni brá fyrir af annarri, líkt og í viðburðaríkri kvikmynd, og orð og efni féll saman í órofa heild. Oft hef ég saknað þess síðar, að ekkert af þessu skyldi vera skrifað niður. En þótt orðrétt hefði verið ritað, hefði að vísu hið ritaða orð aldrei orðið nema svipur hjá sjón, þegar svip- og raddbreyt- ingar vantaði. Og í engu því, sem Ólöf hefur ritað í óbundnu máli, nær hin munnlega frásagnarlist hennar sér fyllilega á strik. Bezt gerir hún það, að ég hygg, í bréfum hennar, en þau skrifaði hún mörg og merk og mjög persónuleg. Væri áreiðanlega mikill fengur í þeim, og vildi ég mælast til þess
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.