Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1957, Blaðsíða 36

Eimreiðin - 01.04.1957, Blaðsíða 36
108 EIMREIÐIN hann hinum að koma með sér að dyrum eins dverghússins. Þar hvarf hann inn í myrkrið, lágur vexti og þyngslalegur. „Hvað viltu fá?“ var spurt inni í myrkrinu. „Eina flösku af Dauða.“ „Ekki meira?“ „Ekki núna, kem kannski aftur, ef guð lofar.“ Það var kveikt á litlu ljósi, er bjarmaði á borðkríli, sem stóð þar undir vegg, aðeins daufa skímu lagði út um kofann. Velgerðamaðurinn tók upp bókarkompu og spurði eftir nafni viðskiptamannsins. „Konráð Arnórsson," svaraði hann. Hinn skrifaði í bókina. „Og hefur bókhald, já. Hér er ekki óreglan," sagði Konráð. „Það veitir ekki af að hafa allt á réttum stað,“ svaraði hinn og stundi undan þunga sinna ábyrgðarmiklu anna. Konráð greiddi flöskuna með nær öllum þeim peningum, sem hann fann í buxnavasa sínum. Annars staðar var víst óþarfi að leita. Svo ætlaði hann að flýta sér út sömu ieið og hann kom, en honum var aftrað frá því. Hann var leiddur gegnum marga rangala, þar til hann komst út í portið á allt öðrum stað en hann kom inn. „Þetta er mikill gætnis- og reglumaður." Konráð fann sér fljótt húsasund, þar sem hann gat fengið sér fyrsta teyginn úr flöskunni. Svo hélt hann stefnulaust út á fjölförnustu göturnar. Það var ekki margt fólk á ferli, og flestir virtust vera að flýta sér. Hann bar fram hjá lyfjabúðinni, en sneri við og fór inn. Þar keypti hann sér brennsluspíritus og átti þá eftir þrjár krónur í vasa sínum. Nú var verið að loka búðum. Hann minntist þess, að hann þurfti að kaupa sér kerti, því að þetta var gamlaárskvöld, og þá áttu allir að gleðjast við kertaljós. Lúkaranum á Haffrúnni veitti ekki að minnsta kosti af einu kertisskari til uppljómunar. Hann reyndi á tvennar verzlunar- dyr, en án árangurs. Við þriðju dyrnar, sem einnig voru lok- aðar, sá hann óljóst einhvern á ferli inni í búðinni. Hann knúði fastar á. Hann varð að fá kertið, annars yrði ljós him- insins honum myrkvað á sjálfu gamlaárskvöldi. Hurðin var opnuð til hálfs. Hann smeygði sér flötum inn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.