Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1957, Blaðsíða 42

Eimreiðin - 01.04.1957, Blaðsíða 42
114 EIMREIÐIN kominn, en hann galt henni kveðjuna með mannúðlegu brosi eins og öllum öðrum viðtalendum. Húsbóndinn kom inn til hans, rjátlaði um og skotraði til hans augum. „Baðið er hérna frammi," sagði hann, „ef þú vilt þvo þér. Svo eru þar líka rakáhöld, ef þú vilt...“ Hann vísaði honum fram, áður en hann hafði játazt undir nokkurn þvott. Reyndar var hann skellóttur í andliti af göml- um og nýjum óhreinindum. Hendur hans voru blakkar og giómteknar. Hann strauk framan úr sér og gutlaði af hönd- um, en bætti svo á sig úr flöskunni og blandaði sér nýjan drykk úr spíritusglasinu. Honum leið betur, og ljósin voru ekki eins skerandi björt og áður, þegar hann kom inn. Það var lítið talað við borðið, meðan hátíðamáltíðarinnar var neytt. Húsbóndinn reyndi þó að hefja umræður og talaði óeðlilega hratt. Hann hvarflaði frá einu umræðuefni í annað og kreisti upp úr sér hlátur. Svo sló í þögn. Gesturinn neytti lítils. Eftir máltíðina sat hann kyrr nokkra stund, kvaldi sig til þess að muna, hvar hann væri staddur, slökkti aldrei bros sitt, en stillti sig um að tala við sjálfan sig. Utan af götunni heyrðust nú sprengjuhvellir og öskur í unglingum. Eftir að Konráði hafði verið vísað á snyrtiherbergið, fór hann fram með stuttu millibili. Þar var eini griðastaðurinn á þessu heimili. „Við erum að hugsa um að skreppa út um tólf leytið,“ sagði húsbóndinn eitt sinn, er Konráð kom inn. „En þú getur verið hér eins og þú vilt.“ Gesturinn bað þau að hafa engar áhyggjur af sér, en impr- aði á méð nokkrum ákafa, að réttast mundi fyrir sig að fara til gamla mannsins úti á kambinum, hann mundi hvort eð er vonast eftir honum. „Það gerir þú á morgun," sagði húsbóndinn. „í kvöld og nótt verður þú hér.“ Konráð þagnaði og virtist taka útgöngubanninu með þolin- mæði. Nokkru seinna gekk hann út úr stofunni, og í þetta skipti læddist hann fram hjá snyrtiherberginu. Hann lokaði hljóð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.