Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1957, Blaðsíða 66

Eimreiðin - 01.04.1957, Blaðsíða 66
138 EIMREIÐIN síðar skozka til Ulster, og skyldu þeir gerast þar bændur. Fluttust þeir einkum til Antrim og Down greifadæma, og fer þá að myndast vísir að bæjum. Síðar kom til styrjaldar milli þessara innflytjenda og þeirra, sem fyrir voru, og voru fjölmargir innflytjendur brytjaðir niður í þeim átökum, en margir héldu þó velli, enda fengu þeir liðsstyrk frá Skotlandi. Héldust fólksflutningar um all- langt skeið þaðan til Ulster. írar urðu fátækir leiguliðar, fullir heiftar og haturs gegn þeim, sem fengu lönd þeirra. írar voru nærri allir kaþólskir, en innflytjendurnir mót- mælendur, og til ólíks lífsviðhorfs kaþólskra manna og mót- mælenda má í írskri sögu rekja marga erfiðleika fyrr og síðar. Á 18. öld var um að ræða erfiðleika bæði viðskiptalega og af trúarlegum rótum runna. Landeigendur urðu og valdir að deilum, er þeir fóru að losa sig við leiguliða, sem voru mótmæl- endatrúar, og taka í staðinn kaþólska menn. Þeir gerðu minni kröfur, auk þess sem landeigendur gátu kúgað þá til að greiða hærri leigur. Nú ber að hafa í liuga, að sá innflutningur, sem ég hef vikið að og að vísu var mikill, leiddi ekki til þess, að írar, sem fyrir voru, væru allir burtu flæmdir og Ulster nútímans sé því byggt einvörðungu fólki af enskum, skozkum og að nokkru frönskum stofni, heldur blönduðu írar og innflytj- endur blóði, og afkomendur þessa fólks urðu menn harðger- ari en Suður-írar og raunsærri, en eiga þó í ríkum mæli kímni, viðkvæmni, draumlyndi og aðlöðunarhæfileika Suður-íranna. f lok 18. aldar urðu Ulsterbúar fyrir sterkum, næstum byltingarkenndum áhrifum róttækra manna í hinum nýstofn- uðu Bandaríkjum Norður-Ameríku og Frakklandi, er leiddu meðal annars til þess, að sterkur áhugi vaknaði fyrir að leysa hin efnahagslegu vandamál af festu og raunsæi. Meðal ka- þólskra manna í öðrum landshlutum, en þar var hagur manna bágbornari, eins og hann er enn í dag, snerist baráttan meira um allrabrýnustu þarfir. Baráttu Ulsterbúa lauk með því, að þeir fengu viðskiptafrelsi, frelsi til að keppa við íbúa Stóra- Bretlands á jafnræðisgrundvelli. Allt til þessara tíma má rekja rætur þess, að þegar sú skip- an, sem nú er í írlandi, var að komast á, greiddi yfirgnæfandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.