Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1957, Blaðsíða 77

Eimreiðin - 01.04.1957, Blaðsíða 77
Xlr Fremfiljy^S og Tunáwsveit eftir Þóri Bergsson. Framhald. VII. Á Nautabúi bjó um og eftir 1890 Árni Eiríksson, oddviti l'reppsnelndar, organisti og söngstjóri í Mælifells- og Reykja- Firkjum, fjölhæfur gáfumaður og vel menntaður. Hann eign- aðist fyrstur manna hljóðfæri þar í sveit, lítið orgel. Nokkru síðar keypti faðir minn hljóðfæri, er síðan var notað í Mæli- fellskirkju, og orgel kom einnig í Reykjakirkju, eftir að Jó- hann P. Pétursson byggði hina prýðilegustu kirkju á Reykj- urn. Sú kirkja stendur enn og er vel við haldið af Jóhannesi hreppstjóra, erfingja Jóhanns, sem þar (á Reykjum) býr nú. Góður söngur var í kirkjunum, var það Árna að þakka, svo °g hinum afburða söngmanni Eyjólfi frá Mælifellsá, meðan hann lifði. Árni flutti eftir aldamót til Akureyrar og varð bankagjaldkeri lengi, eða þar til hann dó. Synir lians urðu ágætir söngmenn og fleiri niðjar. Árni kenndi okkur bræðr- Uiu dálítið í söngfræði, en á hljóðfærið lærðum við hjá Þór- halli Daníelssyni, síðar kaupmanni í Höfn í Hornafirði. Á þeim árum hélt ég, að enginn jafnaðist á við Árna um organ- leik og sjálfsagt hefur hann haft afburða gáfur í þá átt. Jón Jakobsson, þá bóndi á Víðimýri, síðar landsbókavörður, kom °ft að Mælifelli. Hann spilaði afar smekklega á hljóðfæri og söng vel. Það var eitthvað skáldlegt við söng hans og hljóm- ]ist, sem greip huga minn áhrifamiklum tökum, angurblíðum °g unaðslegum. Á eftir gekk ég eins og í hálfgerðum draumi °g vissi ekki, hvort mér leið vel eða illa. Ég var mjög við- kvæmt barn og draumlynt. Bróðir Árna var Sveinn. Hann var fátækur maður, hafði iengið nokkra menntun og stundaði barnakennslu um vetur. ^ar hann tíma og tíma á stærri bæjum í framanverðum hreppnum. Gengu þá nokkur börn á þessa bæi eða dvöldu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.