Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1957, Blaðsíða 78

Eimreiðin - 01.04.1957, Blaðsíða 78
150 EIMREIÐIN þar. Kennslugreinar voru lestur, skrift, reikningur og íslenzka (réttritun). Aldrei dvaldi Sveinn á Mælifelli, faðir minn kenndi okkur sjálfur. Sveinn var fádæma hrifinn af músik. Hann átti lítið orgel. Það var þannig gert, að á því voru 2 afar stór fótþrep, en undir þeim voru belgirnir, sem fram- leiddu vind þann, er þurfti í hljómborðið. Fór vindurinn upp fætur orgelsins. Var allmikið erfiði að troða þetta hljóð- færi, sem ekki var orðið vel loftþétt. Hamaðist Sveinn á þvi, en hendurnar gengu eftir nótunum af miklum fimleik og list. Var ótrúlegt, hverjum árangri þessi dæmalausi áhugamaður náði í leik sínum og söng. Orgelið flutti Sveinn með sér á léttum sleða, er hann dró oft í fönn og ófærð. Einu sinni man ég, að hann kom að Mælifelli um hávetur með orgelið á sleðanum. Bað hann þá um að það fengi að standa inni, „svo að því yrði ekki kalt“. Þannig komst Sveinn að orði og hló mikið. Þetta var áður en við eignuðumst orgel, og var orgelið tekið af sleðanum og flutt inn í baðstofu. Þá heyrði ég í fyrsta sinn í hljóðfæri. Ég varð bæði hræddur og undrandi, hugði ég orgelið lifandi skepnu og þorði ekki að koma nálægt því. Var talsvert sungið það kvöld. Sveinn spil- aði, söng og tók í nefið. Man ég, að Sveinn sagði, að sitt orgel væri ekki eins gott og orgelið hans Árna. Það gerði hnjaskið við flutningana milli bæja. En orgelið vildi Sveinn hafa hjá sér. Það var lífsgleði hans, hluti af sál hans. — Dag- inn eftir fór þessi ágæti gestur, eftir að hafa etið morgunverð. Norðan kólga var með miklu frosti og skafrenningi. Nýr snjór fauk yfir hjarn og svell. Ég man, að ég horfði á eftir Sveini, þar sem hann hélt fram eftir undan veðri með sleða sinn. Á honum var hið dýrasta, er hann átti af jarðnesku góssi. En í sál þessa ljúfa heiðursmanns brann eilífur eldur, og þar hljómuðu tónar afar hátt, hafnir yfir frost og hjarn, fátækt og umkomuleysi. Svo livarf hann út í hríðarkófið, en ég fór inn, blár af kulda og skjálfandi. Fólkið, sem ég þekkti í bernsku, var flest fátækt, en glatt og nægjusamt. Þeir, sem efnaðir voru eða bjargálna, voru einnig nægjusamir, og sparsemi var þá talin sjálfsögð dyggð- Gestrisni var almenn og mikil í Skagafirði, þar sem ég þekkti til. Er gesti bar að garði, var tjaldað því bezta, sem til var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.