Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1957, Blaðsíða 85

Eimreiðin - 01.04.1957, Blaðsíða 85
RITSJÁ 157 Jóhann Hjálmarsson: AUNG- ULL í TÍMANUM. Prent- smiðjan Hólar 1956. í þessari litlu ljóðabók eru 36 smákvæði eftir ungan Reykvíking, sem unnið hefur venjulega vinnu á sjó og landi og nú er að hefja prentnám. Það fylgdi, þegar ég fékk þessa kók, að höfundurinn væri aðeins 17 ára. Ég leit á síðurnar, sá, að þarna mundi margt órímaðra ljóða °g bjóst satt að segja ekki við öðru cn eftirhermum í anda atómskáld- anna, tilfinningavæmni, röklausum hugarórum og meira og minna úgeðslegum öfgum — þetta dáindi fellt í form, sem væri hinn mesti bskapnaður. En annað varð uppi á teningn- um, þegar ég las bókina. Hið unga skáld er stórum þroskaðra og smekkvísara en aldurinn veitir rétt *■*! að ætla. Málið er látlaust og gætt ríkum þokka og formið allt furðu- lega samræmt efninu. Skáldið er Saítt mjög ríku fegurðarskyni, er krifnæmt á fagra liti, og gleði þess er tær og björt eins og sólglitað lindarvatn. Skáldið fellur alls ekki 1 þá freistni, sem mörgum eldri reynist hættuleg — að skrumskæla °g stækka sorg sina og þjáningu °g reyna að skekja lesandann til andstöðu, ef ekki vill betur til, með Þyi að grípa til pestmengaðra lýs- lnga og fáránlegra líkinga. Ekki einu sinni tilfinningavæmni verður vart í þessum æskuljóðum, en ófull- nasgðrar þrár, harms og þjáningar Stctir þar nokkuð. Skáldið hampar Sjarnan gleði sinni og hamingju ng segir við lesandann, sko, live tfið er dásamlegt, en hann fer jóðlega og af háttvísri nærfærni, þegar hann leiðir okkur á vit þess, sem veldur honum sársauka. Yfir ást hans er barnsleg og saklaus hrifni, og hann reynir að slíta sig lausan, þegar hin villta lífsnautn hrífur hann í faðm sér — „því ég var aðeins lltill fugl, sem þráði loft- in bláu“. Flest ljóðin í bókinni eru órím- uð, en í nokkrum notar skáldið rím, og hvort tveggja formið virð- ist láta honum jafn vel. Og þó að sums staðar megi beinlínis benda á myndir, ljóðlinur og litaval, sem minni á önnur skáld, eru ljóðin ávallt mótuð eðlilegri og uppruna- legri lyst hans sjálfs á lífið í gleði, þrá og þjáning — og af barnslega tærri tilfinningu fyrir látlausri feg- urð. Framhaldið? Ég trúi ekki öðru en eðlisheil- brigði höfundar þessara æskuljóða sé svo rík, að hann eigi eftir að taka út mikinn þroska sem skáld, ef hann lendir ekki í pestarvilpu einhverrar klíku eða lætur smeygja á sig kredduviðjum. Guðm. Gislason Hagalin. Jón Dan: ÞYTUR UM NÓTT. Sögur. Heimskringla 1956. Það er blær menningar og víð- sýni yfir sögunum í þessari bók — og ekki sízt þeim, sem fjalla um efni, er minna mönnuðum höfund- um mundi þykja tilvalið að gera daunill og ódámleg. Sögurnar í bókinni eru tíu. Sum- ar þeirra gerast í sveit, aðrar í borg, og á ýmsa strengi er slegið. En í sögunum öllum gætir ríkrar við- leitni höfundarins til að skyggnast á listrænan hátt inn úr ytra borði persóna og lífsatvika i þeim til-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.