Eimreiðin - 01.07.1959, Qupperneq 10
152
EIMREIÐIN
son var kallaður Skíða-Gunnar og ætt frá honum Skíða-Gunn-
arsætt. Ejó hann á Mýlaugsstöðum, Ási í Kelduhverfi og Ær-
læk í Öxarfirði, f. 1760 og dó 1818. Foreldrar Skíða-Gunnars
voru Þorsteinn prestur, Jónsson lögréttumanns á Einarsstöð-
um og Þverá, Jónssonar, og kona hans, Ingibjörg Gunnarsdótt-
ir, Þorlákssonar. Var systir Gunnars, Halldóra, móðir séra
Gunnars Hallgrímssonar, síðast prests í Laufási, föður séra
Gunnars í Laufási, föður Tryggva bankastjóra. Virðist þetta
Gunnarsnafn í báðum þessum ættum vera að rekja til þessa
Gunnars, sonur Þorláks Jónssonar, er bjó í Ásgeirsbrekku í
Viðvíkursveit í Skagafirði.
Stendur svo í Ættum Austfirðinga, binu mikla ættfræðiriti
Einars prófasts Jónssonar, um framætt Þorsteins prests
Jónssonar. „Þorsteinn Jónsson, er prestur var á Eyja-
dalsá 17(i7—97, vígður 1763, og síðar á Skinnastöðum, 1797—
1812, d. 1812, 78 ára, var bróðir séra Ingjalds í Múla. Þeb'
voru synir Jóns lögréttumanns á Einarsstöðum í Reykjadal,
Jónssonar, bónda við Mývatn, Ingjaldssonar í Vogum (1703),
Jónssonar, Hallgrímssonar, skálds á Grímsstöðum á Fjöllum.
Móðir Jóns Jónssonar var Rannveig Þorsteinsdóttir, Ólafs-
sonar á Fjöllum, Þórðarsonar prests í Nesi í Aðaldal 1603—
1660, Ólafssonar prests í Nesi, Þórðarsonar tréfóts, (Péturs-
sonar ábóta Pálssonar, sjá Jón Arason eftir G. G.). Móðir séra
Þorsteins og séra Ingjalds var Ingibjörg Erlendsdóttir, Hall-
dórssonar á Ásmundarstöðum á Sléttu, Bjarnasonar prests í
Garði, Gíslasonar. Móðir Halldórs Bjarnasonar var Ingunn
dóttir Bjarna prests í Grenjaðarstað, d. 1636, Gamlasonai'
prests á Stað í Hrútafirði, Hallgrímssonar bónda á Egilsstöð-
um í Vopnafirði (Þorsteinssonar) Barna-Sveinbjarnarsonar
prests í Múla, Þórðarsonar. (Er Jrað Langsætt úr Öxarfirði)-
Bræður Skíða-Gunnars voru m. fl. Ebeneser sýslumaður >
Hjarðardal, en frá honum eru m. a. Skarðsverjar á Skarðs-
strönd, Þorsteinn bóndi á Staðarlóni í Öxarfirði, en frá honum
heita Þorsteinar Þorsteinssynir á Daðastöðum í Núpasveit,
ættlið fram af ættlið, og Guðmundur prestur á Helgastöðum-
Sigurður í Skógum, faðir Elisabetar á Hallgilsstöðum, vaf
sonur Þorgríms bónda í Skógum, Jóakimssonar bónda í Skóg-
um, Sveinungasonar bónda í Skógum 1703, Magnússonar. Er