Eimreiðin - 01.07.1959, Blaðsíða 12
154
EIMREIÐIN
Sandi. Börn Ingibjargar og Hallgríms voru m. a. Hallgrímur
í Hleinargarði og Gunnar á Bakka í Borgarfirði, um tíma
sýsluskrifari. Var í ferðinni á Vatnajökulsvegi með Sigurði
lrænda sínunt Gunnarssyni, síðar presti, árið 1839, sem fræg
var fyrir harðræði, samanber frásögn séra Sigurðar í Hrakn-
ingum og Heiðavegunr II. Soffía Hallgrímsdóttir, Iliugasonar
var móðir Sigríður á Ketilsstöðum, móður Hallgríms Þórarins-
sonar á Ketilsstöðum.
Þorsteinn, sonur Skíða-Gunnars, lijó á Hreinsstöðum í
Hjaltastaðaþinghá og var hinn fyrsti alþm. Norðmýlinga,
1845.
Systkin Gunnars á Brekku voru, auk séra Sigurðar á Hall-
ormsstað, Vilborg kona Björns í Grjótnesi, Jónssonar; Gunnar
eldri bóndi á Arnhallsstöðum í Fljótsdal, faðir Guðrúnar, móð-
ur Einars Sveins Magnússonar bónda á Valþjófsstað; Bene-
dikt á Vaðbrekku, faðir Baldvins á Þorgerðarstöðum; Stefán
bóndi í Stakkahlíð, faðir Ingibjargar, konu Baldvins hrepp-
stjóra Jóhannessonar. Börn Stefáns voru ennfremur Sigurður
á Hánefsstöðum í Seyðisfirði; Björg kona Ólafs á Dallandi,
Kjartanssonar, þeirra dóttir er María kona Ríkarðs Jónsson-
ar, listamann; Ragnhildur kona Páls Benediktssonar á Gilsá
í Breiðdal o. II. Systkin Gunnars H., föður Gunnars skálds,
voru m. a. Margrét, kona Jörgens Sigfússonar frá Skriðu-
klaustri; Jón, er dó ungur, efnilegur maður og skáldmæltur,
og Sigurveig, kona Brynjólls á Brekku, Þórarinssonar.
ÖIl er Skíða-Gunnarsætt dugmikið fólk og vel gefið, en eigi
kemur það mikið við skáldskap og bókmenntir, og var þó
séra Sigurður á Hallormsstað mikill fræðimaður og ritaði
margt.
MÓÐURÆTT GUNNARS II. GUNNARSSONAR.
Gunnar á Brekku átti, sem fyrr segir, Guðrúnu Hallgríms-
dóttur frá Stóra-Sandfelli, Ásmundssonar. Guðrún var talin
bráðgáfuð kona. Hallgrímur í Stóra-Sandfelli var allgott
skáld, gerði vel með köflum, en vandaði miður. Hann var
bróðir Indriða á Borg í Skriðdal, föður séra Ólafs á Kolfreyjn-
stað, föður þeirra skáldanna, Páls og Jóns ritstjóra. Er þetta