Eimreiðin - 01.07.1959, Page 14
156
EIMREIÐIN
Einar, merkur bóndi á Þorbrandsstöðum, Gísli á Egilsstöðum,
Bergþóra á Geirólfsstöðum, móðir Guðrúnar Finnsdóttur
skáldkonu í Ameríku, Ólöf í Skógargerði, móðir Gísla Helga-
sonar bónda þar og Indriða raffræðings á Akureyri, Hall-
grímur stórbóndi á Birnufelli o. I I. Ætt frá Hallgrími í Stóra-
Sandfelli hefur reynzt að vera skáldmælt fólk. Var sonur hans
og fyrri konu Indriði, l'aðir Vilborgar móður Bjarna Jónssonar
skálds, ritstjóra Bjarma í Reykjavík. Þau Gunnar á Brekku
(jg Guðrún þóttu valin heiðurs- og myndarhjón, og má í því
sambandi skírskota til þess, sem Gunnar skáld segir sjálfur
um afa á Fjalli í Fjallkirkjunni, en það er Gunnar á Brekku.
MÓÐURÆTT GUNNARS SKÁUDS.
Eins og fyrr segir, var móðir Gunnars skálds Katrín Þórarins-
dóttir, bónda á Bakka á Strönd, eins og jafnan er til orða tek-
ið, um þetta byggðarlag Skeggjastaðahrepps. Er það gamalt
mál og eins Langanesströnd. Þórarin hefur Gunnar skáld gert
ódauðlegan í Fjallkirkjunni, en hann er hinn stórsnjalli mað-
ur, afi á Knerri. Margt bendir til þess, að Þórarinn hafi verið
stórvitur maður, en lítt naut hann þess í áliti, því að hann var
harðlyndur, óvæginn og málafylgjumaður rnikill, og þótti
kenna harðdrægni. Stórbrotinn höfðingi var hann í ýmsuin
háttum sínum, en jafnframt nokkur einfari. Hann var kall-
aður Þórarinn ríki og talið, að hann hafi grætt á viðskiptum
við Fransara, sem Jjá lágu á duggum sínum nyrzt og syðst í
Austfjarðasjó. Þótti hann snjall að tala við Fransarana og
gerði sér í Jjví efni allt að máli, og var sagt, að jjað kjaftaði á
honum hver tuska, þegar hann var að láta þá skilja sig. Þetta
lukkaðist allt saman, Þórarinn skildi Fransarana, og jjeir skildu
hann. Eitthvert sumar var frá því sagt, að Fransarar komu nieð
sjúkan mann af skyrbjúg til Þórarins og báðu hann að hressa
hann við á nýmeti. Þórarinn skoraðist ekki undan Jjví, og Frans-
arar vissu, að manninum var borgið í umsjón hans. Þórarinn
kvaddi þá með virktum, og til að fullvissa Jjá um, að ekki skylrli
hin* sjúka mann skorta nýmetið, sagði hann: „Mannen skal
slagtes í aften for the mútó.“ Var Jjað ljóst mál, að Þórarni varð
flest að ráði.