Eimreiðin - 01.07.1959, Side 18
160
EIMREIÐIN
máttugi var greindarmaður og skáldmæltur. Bjó liann á ýms-
um stöðum í Vopnafirði, en þurfti á gamals aldri að flytjast
með sonum sínum frá Ásbrandsstöðum og nema land í Al-
menningi, sem er vestast landa í Vopnafirði, þá kvað Jón:
Ef ég kemst í Almenning
öll eru forlög búin.
Síðast Jraðan sækir þing
sál mín ofurlúin.
Var hann, eins og fyrr segir, faðir Sigurðar á Miðfjarðarnesi
með Þórdísi Jónsdóttur, Sveinssonar. Er Jaessi vísa Jóns eins
og blikandi stjarna yfir forlögum þessa greinda alþýðufólks,
sem stóð að Hólmfríði, konu Þórarins á Bakka.
Gunnar litli tók nú til að leika sér í sólskininu á Valjijófsstað
sumarið 1889. Foreldrar hans vorn Jrar vistbundin og fyrir
skömmu gift, 9. apríl. Næsta ár hófu Jrau búskap á Amhalls-
stöðum í Fljótsdal. Eignuðust Jrau 5 börn, er öll eru á h'fi,
auk Gunnars: Soffíu, er átti Hjálmar Sigurðsson kaupmann í
Stykkishóhni, var hún alin upp hjá séra Sigurði í Stykkishólmi,
bróður Gunnars; Þórunni, er giftist dönskum manni og hef-
ur æ dvalizt utanlands; Guðrúnu, er dvalið hefur ógilt í föð-
urgarði; og Sigurð, bónda og oddvita á Ljótsstöðum í Vopna-
firði. Eigi varð dvöl Jreirra hjóna löng á Arnhallsstöðum, og
1894 fékk séra Sigurður Helgafellsprestakall og flutti til
Stykkishólms, en Gunnar bjó á Valþjófsstað hið næsta ár.
LJÓTSSTAÐIR í VOPNAFIRÐI.
Ljótsstaðir í Vopnafirði eru með mestu jörðum Jrar í sveit,
og jafnan setin í tvíbýli í sögu Vopnafjarðar á síðustu tímum,
og þó síðast í þríbýli. Var jafnan eitt búið á hálflendunni,
annað á þriðjungi og Jrað Jniðja á einum sjötta hluta jarðar-
innar. Nú hafði lengi búið á hálflendunni Ágúst Jónssou
læknir, homópathe, hinn mikilhæfasti maður. Var hann
sonur séra Jóns í Grundarþingum, er kallaður var helsingi
af Helsingjaeyrarskóla, og konu hans, Helen Johanne, danskr-